Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 23
18
Jón Helgason:
Prestafélagsritið..
unni«, en er veira tók flutt inn í baðstofuna, >stendur það á
móti rúminu okkar og er líka haft fyrir borð, sem eg skrifa
við og konan mín sníður og saumar við. En í rökkrinu er
því lokið upp "og það látið skemta mönnum«. Ogn er eg
hræddur um að ungir prestar á vorum dögum sættu sig lítt
við þau kjör, sem stéttarbræður þeirra fyrir 70—80 árum
urðu að gera sér að góðu og létu sér enda vel líka! Sjálfur
lýsir faðir minn lífi sínu og líðan á Kjalarnesinu í bréfi dags.
12. febr. 1856 á þessa leið: »Mér líður vel og eg uni vel
hag mínum, því að þótt mér líki ekki alt á Kjalarnesi, þá
veit eg, að alstaðar er nokkuð að. Af því eg á góða konu,
bý saman við vænt og viðfeldið sambýlisfólk og sóknarmenn
mínir hafa verið mér góðir og velviljaðir síðan eg kom hingað,
kann eg hér vel við mig. Það sem mér fellur hér lakast eru
ýmsir sveitarhættir. Kaupstaðarferðafjöldi, tómthúsmannafjöldi
og hrossafjöldi draga hér alla dáð úr búendunum. Efnilegasta
fólkið streymir hér burtu jafnóðum og það er komið til manns,
annað hvort suður á Seltjarnarnes og í Reykjavík, ellegar í
tómthúsin. Vinnufólk að gagni er þess vegna nærri ófáanlegt
og bændurnir því rétt að segja allir einyrkjar, sem enga
manneskju hafa nema konuna, börnin og hreppsómagann. Af
þessu öllu flýtur þá sú eymd og örbirgð, sem hér er svo
almenn. . . . Ef regla kæmist hér á ýmislegt, sem aflaga fer
og velgengni manna gæti orðið almennari, þá finst mér að
hér gæti verið eitthvert skemtilegasta hérað á landinu«. —
Kjalnesingar voru föður mínum verulega góð sóknarbörn,
sem vildu alt til gleði gera hinum ungu prestshjónum. Kirkju-
rækni var þar í bezta lagi og djúpsett lotning fyrir öllu, sem
að guðrækni laut, rótgróin þar á flestum heimilum. En að öðru
leyti var menningin þar á fremur lágu stigi og efnahagur
víðast hvar fremur þröngur. Eignuðust fdreldrar mínir þar
marga vini og tel ég mér óhætt að segja, að þau alla æfi
upp frá því bæru hinn hlýasta hug til þessa góða sóknarfólks.
Sérstaklega er mér kunnugt um hve hlýtt þeim var til sam-
býlisfólksins á Hofi, Jóns bónda Runólfssonar og Ástríðar
Sigurðardóttur og eins til hjónanna Runólfs Þórðarsonar ogt