Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 17
12
Jón Helgason:
Preslafélagsritiö.
frá því um miðbik 18. aldar. En í nánu sambandi við þetta
stóð lifandi áhugi þeirra beggja séra Hálfdánar og séra Jóns
á trúboði meðal heiðingja svo sem sjálfsagðri skyldu krist-
innar kirkju. Hafði séra Jón í Möðrufelli árum saman staðið
í sambandi við erlenda trúboðsvini og sérstaklega við danska
prestinn Jörgen Bone Falk Rönne í Lyngby, er 1821 hafði
sett á stofn hið danska trúboðfélag (Dansk Missionsselskab),
sem enn er við lýði. í fjölda ára safnaði séra Jón allálitlegum
upphæðum hér á landi til styrktar trúboði meðal heiðingja og
sendi Rönne gjafirnar. Voru gjafabaukar í þarfir ytra trúboðs
ekki óalgengir í kirkjum norðanlands í þá daga. Þessi áhugi
séra Jóns hafði gengið í arf til fóstur- og tengdasonarins,
séra Hálfdánar, sem enda allan sinn prestskap safnaði hér á
landi gjöfum til heiðingjatrúboðsins. Hvert áhugamál honum
var trúboðsstarfið, sýnir áþreifanlega lítið atriði í sambandi
við lokapróf sonarins í Khöfn. Skömmu eftir að faðir minn
hafði lokið prófi færði »sekretéri« trúboðsfélagsins danska,
cand. theol. Göricke, honum bréf frá föður hans, sem hann
hafði sent þessum danska manni með haustskipum að heiman
og lagt fyrir hann að afhenda syni sínum, er hann hefði lokið
embættisprófi. En efni bréfs þessa var það að hvetja soninn
til þess að gerast heiðingjatrúboði. I bréfi þessu kemst séra
Hálfdán m. a. svo að orði: »Drottinn hefir sýnt þér mikla
og sérlega náð, svo aðeins fáir af löndum þínum hafa hlotið
hana meiri, eða kanske jafnmikla, þegar alt er skoðað. Viltu
nú ekki lýsa þakklátsemi þinni við hinn háa algóða gjafara
fyrir slíka náð, með því að ganga í víngarð hans þar sem
kornskeran er mest, en verkamennirnir fæstir, eftir að þú
hefir fengið nægilega hvíld eftir fyrra stríðið og meðan þú
ert ólúnastur og heilsuhrausfastur? Viltu ekki fara til þeirra
bræðra þinna, sem lifa án Guðs í heiminum og enga hafa
von, og miðla þeim af þeim sjóði, sem þú hefir safnað þér
með mikilli fyrirhöfn og á löngum tíma æfi þinnar, — lýsa
þeim með því ljósi, sem Guð hefir lénað þér, svo að nokkurir
þessara við þínar tilraunir að minsta kosti fái tækifæri til að
þekkja þann einasta sanna Guð og þann hann útsendi Jesúm