Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 65
60
jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
sem hann sætti sig fúslega við ekki síður en aðrir. Sérstak-
lega hefi ég orð séra M. sjálfs fyrir því hve þakklátur hann
var föður mínum fyrir að hann, eins og segir hér á undan,
bjargaði sálminum »Faðir andanna< út úr »pólitíkinni« með
því að gera úr þeim »alþingissefningarsálmi« fyrirbænarsálm;
sem nota má við öll tækifæri, eins og hann líka hefir verið
notaður síðan bókin kom á prent. En til þess að fá rúm fyrir
þann sálm í bókinni vann faðir minn það til að kippa út á
síðustu stundu sálmi eftir sjálfan sig: »0 lof sé Guði líknin
hans«, sem tekinn hafði verið í bókina. — Þótt Stgr. Thorsteins-
son hefði ekki miklu að miðla til bókarinnar af sálmum frá
sé,r og væri ekki neinn áhlaupamaður í nefndarstörfum, þótti
föður mínum vænt um hann sem nefndarmann að öðru leyti.
vegna hinnar miklu smekkvísi hans, hins næma skilnings hans
á þeim kröfum, sem gera verður til kirkjusálmabókar og
ágætrar málkendar hans. En bezt féll föður mínum þó sam-
vinnan við þá vini sína séra Valdimar og séra Stefán. Atti
hann árum saman í bréfaskiftum við þá báða og var bréfa-
efnið því nær einvörðungu og ávalt hin væntanlega sálmabók.
Bréf föður míns til þeirra þekki ég ekki, en bréf þeirra til
hans á ég, að ég held öll, og hefi lesið þau hvað eftir ann-
að. Sýna þau bréf berlega lifandi áhuga þeirra beggja á
þessu starfi, með hve mikilli gleði þeir hafa unnið að því og
umfram alt hve einlægnin hefir verið óvenjuleg á báðar hlið-
ar. Þar er ekki hlífzt við að segja meiningu sína og finna að
því, sem þeim þykir aðfinsluvert, en alt af er andi og tónn
bréfanna, hve mikið sem á milli ber, jafnástúðlegur. — Eftir-
farandi kafli úr bréfi frá séra Valdimar, dags. 15. júní 1882,
sein ég bið bréfritara velvirðingar á, að ég tilfæri hér orð-
réttan að honum fornspurðum, gefur góða hugmynd um hver
andi var ríkjandi innan nefndarinnar og jafnframt sýnishorn
af því hver skoðanamunur hefir geíað gert vart við sig þar:
»í bréfi þínu finnur þú yfir höfuð tvent að hinum þýddu
sálmum mínum, nl. það að ég hafi valið þá skáldlegustu, og
annað það, að margir þeirra séu ekki bænarsálmar. Hvað hið
fyrra snertir, þá er það rétt, að margir þeirra hafa einhvern