Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 73
68
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
Eg lít svo á, að þessi dómur séra Jóns Bjarnasonar verði
ekki hrakinn. Og eg lít ennfremur svo á, að miklar vinsældir
þessarar íslenzku sálmabókar standi ekki sízt í sambandi við
þá kosti hennar, sem hér eru taldir, auk þeirra yfirburða, sem
hún hefir yfir allar eldri systur sínar í því hve vönduð hún
er að málfari, hve laus við alla rímgalla og áherzluskekkjur,
sem eru höfuðlýti hinna eldri sálmabóka vorra. Þeir menn,
sem unnu að því, að kirkja landsins eignaðist slíka bók og
gerðu það ekki í hagnaðarskyni, heldur af kristilegum áhuga
og kærleika til íslenzkrar kristni, eiga því hinar mestu þakkir
skildar af kristni lands vors. En þakkarskuldin við þessa
menn, verður ekki greidd með öðru betur en að vér látum oss
þykja vænt um jafndýrmæta gjöf og þessa fyrstu íslenzku sálma-
bók, sem til fulls þolir samanburð við sams konar bækur ann-
ara kristinna þjóða, og færum oss sem bezt í nyt oss til
sálubóta þennan fagra ávöxt óeigingjarnrar elju þeirra manna
sem vér eigum það að þakka, að bókin er orðin til.
Maður skyldi nú ætla, að föður mínum hefði ekki unnist
tími til að sinna öðrum ritstörfum meðan sálmabókar-verkið
var á döfinni, þar sem hann hafði jafnframt embætti sínu að
gegna, jafn samvizkusamlega og hann stundaði það. Því að
eins og gefur að skilja hafði formenskan í sálmabókarnefnd-
inni í för með sér stórmiklar bréfaskriftir auk annara starfa, sem
nefndarverkin heimtuðu af honum bæði sem nefndarformanni
og sem nefndarmanni. En þeim vinst sem vel starfar. Auk
tveggja minni rita, sem hann gaf út á þessum árum, »Mor-
mónavillunnar* (1882) og »Lúters minningar* (1883), samdi
hann á árunum 1883—85, þau tvö hefti hinnar »Almennu
kirkjusöguc (alls 22 arkir), sem honum auðnaðist að ljúka við.
Að hann fékk ekki afrekað meiru á því sviði, stóð vafalítið í
sambandi við þá breytingu, sem varð á stöðu hans haustið
1885, er hann, eftir að Melsteð hafði mist sjónina með öllu
fleygja með þvf frá sér einu af þeim böndum, sem helzt hefðu átt að
geta orðið samtengingarband milli austur- og vesluríslenzkrar kristni.