Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 202
Prestafélagsritið.
Lög um almannafrið.
193
yfirvald á helgidögum, nema brýna nauðsyn beri til, og þess sé þá bein-
línis krafist af valdsmanni þeim, er stefna lætur, og ska! þó eigi stefna
lesin meðan á messu stendur.
6. gr. Almenna fundi má eigi halda um veraldleg efni á helgidögum
þjóðbirkjunnar fyr en um nónbil. Þá og þar, er guðsþjónusta fer fram
eftir nón, er þó því aðeins heimilt að halda almenna fundi samtímis, að
þess sje gætt, að fundurinn sje eigi haldinn svo nálægt kirkju eða bæn-
húsi, að guðsþjónustan verði trufluð af því.
7. gr. Bönn þau, er talin eru í undanfarandi greinum, ná yfir allan
daginn föstudaginn langa og hinn fyrra helgidag stórhátiðanna. Þau gilda
einnig eftir kl 6. á aðfangadagskvöld jóla.
Kvöldið fyrir aðra stórhátíðisdaga eru allar almennar skemtanir bann-
aðar eftir miðaftan.
8. gr. Brot gegn ákvæðum Iaga þessara varða sektum, frá 5—1000 kr.,
er renna í sveitarsjóð; auk þess má með dómi svifta mann rjetti til að
hafa veitingahús eða annan almennan veitingastað, hafi hann þrisvar sinn-
um sætt sektum fyrir brot gegn lögum þessum. Með mál, er rís út af
brotum gegn lögum þessum, skal fara sem almenn Iögreglumál.
9. gr. Nú virðist lögreglustjóra, að brot á móti lögum þessum sé
sprottið af afsakanlegum misskilningi, og skal hann þá aðeins gefa þeim
áminning, er brotið hefir, og, ef þörf er á, gefa út almenna auglýsing
mönnum til leiðbeiningar og viðvörunar.
10. gr. Lög nr. 19, 6. nóv. 1897, um heimild til að ferma og afferma
skip á helgidögum þjóðkirkjunnar, og lög nr. 47, 20. des. 1901, um
almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, svo og önnur lagaákvæði
um sunnu- og helgidagahald, er koma í bága við lög þessi, eru feld úr gildi.
LEIÐRÉTTINGAR.
í síöasta (7.) árgangi ritsins eru menn beðnir aö leiörétta:
Bls. 31, 10. 1. a. o.: «hjarta míns og vitund» o. s. frv., les: hjarta mínu og vitund.
Bls. 40, 9. 1. a. o.: «part. perf. af sögninni na», les: sögninni va.
Bls. 40, 20. 1. a. o.: «þ. e. dauðinn*, les: þ. e. dauöann.
Bls. 41, 14. 1. a. n.: «sameining Brahma* o. s. frv., les: sameining viö Brahma.
Bls. 143, 1. 1. a. o.: «Karan» les: Karaa.
Ðls. 144, 4. 1. a. n.: «Div», les: Din.
Bls. 147, 3. 1. a. n.: «Ebú-Sína», les: Ebn-Sína.
En í þessum árgangi lesist á bls. 49, 8. 1. a. o.: Laufeyjar, í staö; Svövu.
13