Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 72
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
67
undir dulnefninu >Styrbjörn í Höfn« ákafan og heimskulega
harðorðan áfellisdóm um hina nýju bók, þar sem einkum var
veizt að þeim föður mínum og séra Stefáni og alt það þeim
og bókinni til foráttu fundið, sem illviljaður níðhöggur getur
látið sér til hugar koma. En illgirnin og strákskapurinn var
hér svo auðsær, að enginn tók mark á þessum »ritdómi«,
sem reyndist að eiga að höfundi séra Þorleif Jónsson á
Skinnastað! Vestanhafs flutti »Heimskringla« allgleiðgosalegan
dóm um bókina; lýsti hann nauðalitlum skilningi á kröfum þeim,
sem gerðar eru til sálmabóka, og var auðsjáanlega innblásinn
af djúpri fyrirlitningu höfundarins fyrir trú og kristnum dómi.
Þar var sérstaklega farið mjög háðulegum orðum um ágætis-
sálminn >Eg veit það tré, sem algrænt er«, eftir séra
Valdimar. Vandaðasta ritdóminn fékk sálmabókin í „Samein-
ingunni“. Hafði séra }ón Bjarnason samið hann og kvað þar
við nokkuð annan tón. Þeim manni skildist, að framkoma
bókarinnar var kirkjulegur viðburður. Og þótt hann hefði
smávægilegar athugasemdir að gera við bókina og saknaði
þar ýmissa sálma úr eldri bókinni, þá sá hann greinilega
stórfelda yfirburði hennar yfir allar eldri sálmabækur vorar.
Er vert að minna á það á 40 ára afmæli bókarinnar, sem
séra Jón Bjarnason telur til meginyfirburða hennar, því að
segja má, að ekki hafi af öðrum öllu betur og sannar verið
gerð grein fyrir þessu. En orð hans eru þessi: »Það er
meira af kristilegu evangelíi en áður í bókinni. Það er meira
þar en áður af upplyftandi anda. Það er meiri hátíðabragur
yfir þessari bók en þeim, sem áður voru. Tilfinningin gengur
dýpra en almennast áður fyrir synd og eymdum mannlífsins,
og hún gengur hærra þegar um náð drottins og dýrð himn-
anna er að ræða. Ljósaskiftin í hinum andlega heimi kristin-
dómsins koma skarpar fram«. (Sam. I. árg. nr. 7—9)1)-
1) Þegar þess er minst hvern dóm nýja sálmabókin fékk úr penna séra
Jóns Bjarnasonar, má þaö kynlegt virðast, að kirkjufélagið vesturíslenzka
skyldi ekki geta notast við þessa bók er íil lengdar lét, heldur ráðast í
að efna til nýrrar sálmabókar handa löndum þar vestra í dreyfingunni og