Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 159
150
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö.
sinnar. Þau hjálpuðu henni fram úr rúminu; hún hljóp að tóm-
um stól, og varð mjög sneypt, af því að sýnin hafði fært sig
í annan hluta herbergisins. Litla stúlkan sneri sér nú við og
benti út í eitt hornið og mælti: »01ga frænka er þarna«. Því
næst varð hún róleg og litla barnið dó.
Þetta er sams konar dæmi og hið næsta á undan: barn sér
sýn, er systkin þess er að deyja.
Um þessar frásögur farast próf. Richet svo orð: »Stað-
reyndir þessarrar tegundar eru næsta mikilvægar. Miklu auð-
veldara er að skýra þær út frá kenning andahyggjunnar en
frá tilgátunni um dulskynjan eina. Meðal allra þeirra stað-
reynda, sem vitnað er til, í því skyni að sanna framhaldslíf
eftir dauðann, finnast mér þessar áleitnastar«.
5. Fimta erlenda dæmið, sem ég ætla að skýra yður frá
og hið merkilegasta þeirra allra, er frásaga um sýnir deyj-
andi stúlkubarns, 10 ára að aldri. Litla stúlkan sú hét Daisy
Irene Dryden og fæddist 2. september 1854, í bænum Marys-
ville í Californíu, og andaðist í San Jose í Californíu 8. októ-
ber 1864. Hún var dóttir prests eins í biskupa-kirkju Method-
ista, sem David Anderson Dryden hét og lengi fékst við trú-
boð þar á Kyrrahafs-ströndinni. Frásöguna um sýnina ritaði
móðir hennar fyrst í dagbók sína, skömmu eftir andlát litlu
stúlkunnar. Síðar var sú frásaga gefin út í dálitlum bækling,
sem var æfisaga þessa 10 ára barns, rituð af móðurinni og
tileinkuð »syrgjandi mömmum, sem mist hafa ástvini sína«.
Fylgdi forspjall bæklingnum, sem ritað hafði kunningja-prestur
þeirra hjónanna, F. L. Higgins að nafni. Sá bæklingur hefir
að minsta kosti verið prentaður þrisvar (3. útgáfan prentuð í
Boston 1909). F. L. Higgins ábyrgist áreiðanleik frásögunnar;
segist hann vera vel kunnugur frú Dryden og auk þess hafa
hlustað á samhljóða vitnisburð annarra, er vottar urðu að
atburðunum.
Hann tekur þetta meðal annars fram í forspjallinu:
»Það er engan veginn eins dæmi, að hin andlegu skiln-
ingarvit opnist rétt fyrir andlátið. . . . En þegar það kemur