Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 19
14
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
í stað. Hann iætur þess getið í bréfi þá um haustið, að sér
hafi ekki í langan tíma leiðst eins mikið og síðan hann settist
þar að. Hann saknar vina sinna frá Khöfn, sérstaklega þó
Skúla Gíslasonar. »..........En hver ætli verði mér Skúii?«
skrifar hann í þessu bréfi. »Eg er nærri viss um, að það
verður enginn. Eg fæ líkast til aldrei framar annan eins vin,
því að margir hafa verið mér vel, en af öllum óskyldum eng-
inn eins og hann. Enda er leit á mönnum, sem eru eins
vandaðir, eins hreinskiinir, eins glaðiyndir, þegar það á við,
og eins gáfaðir og margfróðir«. — Embættismenn bæjarins,
sem þá voru, og voru allir eldri en hann, hafa sennilega lítið
sint þessum nýbakaða kandídat og hann þá ekki verið að
trana sér fram, svo fjarri sem slíkt var öllu skapferli hans
alla æfi. Skólakennarana hefir hann líklega þekt flesta frá
eidri tímum, en hann hélt sér að hinum yngstu, Jónasi Guð-
mundssyni og Jóni Þorkelssyni, sem komið hafði til Reykja-
víkur um haustið og gerzt stundakennari við latínuskóiann.
Sigurður Melsteð, sem þá var orðinn prestaskólakennari, hafði
verið kennari föður míns tvö síðustu ár hans í skóia. Með
þeim tókst þennan vetur innileg vinátta, sem hélzt óbreytt
meðan báðir lifðu. Séra Olafur Pálsson hafði þá um haustið
gerzt dómkirkjuprestur í Reykjavík. (Jrðu þeir faðir minn og
hann miklir vinir um veturinn, en að því studdi með fram, að
mægðir komust á meö þeim, er faðir minn trúlofaðist frænd-
stúlku sinni, Þórhildi Tómasdóttur í Viðey, en hún var stjúp-
systir frú Guðrúnar konu séra Ólafs; því að amma mín, Sig-
ríður Þórðardóttir (sýslumanns í Garði í Aðaldal Björnssonar),
er var systkinabarn að frændsemi við séra Hálfdan á Eyri
(son Guðrúnar systur Þórðar í Garði), hafði eftir að hafa setið
ekkja eftir séra Tómas Sæmundsson í þrjá vetur, gifzt að nýju
Ólafi M. Stephensen sekretera í Viðey.
Ekki gat faðir minn hugsað sér að verða annan vetur til í
Reykjavík sem barnakennari. Hugur hans stóð allur til prest-
skapar og helzt í sveit. Snemma árs hafði Holtsprestakall í
Önundarfirði losnað. Lék föður mínum að sumu leyti hugur
á því prestakalli, því að bæði var það nágrannaprestakall yið