Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 77
72
]ón Helgason:
Preslafélagsritiö.
augljóst og hitt, að staðan var ekki ætluð honum. Og því gat
hann tekið því með gleði, að dómkirkjuprestinum var veitt
biskupsembættið. Séra Hallgrímur Sveinsson var að vísu ekki
lærdómsmaður á við föður minn, enda lítil sanngirni í að
ætlast til þess af manni, sem um 18 ára skeið hafði haft jafn
ónæðissömu og annamiklu prestsembætti að gegna. En hann
var hinsvegur maður á bezta aldri, aðeins 48 ára gamall, svo
allar horfur voru á, að hans mundi lengi við njóta í þeirri
stöðu, auk þess sem hann var sá mannkostamaður og það
prúðmenni í allri framkomu, að vita mátti fyrir, að hann
mundi verða sjálfum sér og landinu til sóma í þessari ábyrgð-
armiklu virðingarstöðu. Og að hann vildi láta gott af sér leiða
í þeirri stöðu fyrir kirkju og kristni, um það gat enginn efast,
sem þekti séra Hallgrím. Faðir minn hafði þá líka alla tíð
miklar mætur á séra Hallgrími og bar einlæga virðingu fyrir
honum sökum skyldurækni hans í embætti og grandvarleika í
allri framkomu, enda var þeim vel til vina meðan báðir lifðu.
Úr því eg hefi ekki viljað leiða þetta mál hjá mér hér á
þessum stað, þykir mér rétt að setja hér dálítinn kafla úr
bréfi föður míns til mín, dags. 12. maí 1889, sem sýnir betur
en alt annað hvernig faðir minn leit sjálfur á það:
»— — Séra Hallgrímur siglir nú (ásamt frú sinni) suður
til ykkar, til að taka biskupsvígslu og býst við að verða
vígður um leið og hinn nýi Fjónsbiskup [Harald Stein]. Mér
finst nú reyndar, að sú ferð sé ónauðsynleg, því að Pétur
gamli gæti vígt hann hér. Hann vígði seinast á sunnudaginn
var Olaf Petersen til Svalbarðs í Þistilfirði. En þeir sem mestu
ráða, munu vilja hafa þetta hinsvegar, að Sjálandsbiskup veiti
vígluna, þótt það sé ærinn kostnaður fyrir biskupsefni héðan.
— Eg sá það rétt, að landshöfðingi ætlaði ekki mér, heldur
séra Hallgrími biskupsembættið, og var eg því áður en skipið
kom orðinn fullviss um, að mér væri ekki ætlaður sá vandi,
enda sá eg líka, að þetta var hið bezta fyrir mig og sé það
því betur sem eg hugsa lengur um það. Eg hefði verið miklu
áhyggjufyllri en eg er nú, ef eg hefði átt að ganga út í þann
vanda, og þótt mér sé af hjarta ant um hina íslenzku kirkju,