Prestafélagsritið - 01.01.1926, Síða 77

Prestafélagsritið - 01.01.1926, Síða 77
72 ]ón Helgason: Preslafélagsritiö. augljóst og hitt, að staðan var ekki ætluð honum. Og því gat hann tekið því með gleði, að dómkirkjuprestinum var veitt biskupsembættið. Séra Hallgrímur Sveinsson var að vísu ekki lærdómsmaður á við föður minn, enda lítil sanngirni í að ætlast til þess af manni, sem um 18 ára skeið hafði haft jafn ónæðissömu og annamiklu prestsembætti að gegna. En hann var hinsvegur maður á bezta aldri, aðeins 48 ára gamall, svo allar horfur voru á, að hans mundi lengi við njóta í þeirri stöðu, auk þess sem hann var sá mannkostamaður og það prúðmenni í allri framkomu, að vita mátti fyrir, að hann mundi verða sjálfum sér og landinu til sóma í þessari ábyrgð- armiklu virðingarstöðu. Og að hann vildi láta gott af sér leiða í þeirri stöðu fyrir kirkju og kristni, um það gat enginn efast, sem þekti séra Hallgrím. Faðir minn hafði þá líka alla tíð miklar mætur á séra Hallgrími og bar einlæga virðingu fyrir honum sökum skyldurækni hans í embætti og grandvarleika í allri framkomu, enda var þeim vel til vina meðan báðir lifðu. Úr því eg hefi ekki viljað leiða þetta mál hjá mér hér á þessum stað, þykir mér rétt að setja hér dálítinn kafla úr bréfi föður míns til mín, dags. 12. maí 1889, sem sýnir betur en alt annað hvernig faðir minn leit sjálfur á það: »— — Séra Hallgrímur siglir nú (ásamt frú sinni) suður til ykkar, til að taka biskupsvígslu og býst við að verða vígður um leið og hinn nýi Fjónsbiskup [Harald Stein]. Mér finst nú reyndar, að sú ferð sé ónauðsynleg, því að Pétur gamli gæti vígt hann hér. Hann vígði seinast á sunnudaginn var Olaf Petersen til Svalbarðs í Þistilfirði. En þeir sem mestu ráða, munu vilja hafa þetta hinsvegar, að Sjálandsbiskup veiti vígluna, þótt það sé ærinn kostnaður fyrir biskupsefni héðan. — Eg sá það rétt, að landshöfðingi ætlaði ekki mér, heldur séra Hallgrími biskupsembættið, og var eg því áður en skipið kom orðinn fullviss um, að mér væri ekki ætlaður sá vandi, enda sá eg líka, að þetta var hið bezta fyrir mig og sé það því betur sem eg hugsa lengur um það. Eg hefði verið miklu áhyggjufyllri en eg er nú, ef eg hefði átt að ganga út í þann vanda, og þótt mér sé af hjarta ant um hina íslenzku kirkju,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.