Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 36
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
31
stutta fyrirlestra yfir kennimannlega guðfræði (bæði prédikun-
arfræði, barnaspurningafræði og helgisiðafræði). Loks má nefna
tvenna fyrirlestra hans yfir trúfræðina. í lifanda lífi föður míns
var ekkert prentað af fyrirlestrum þessum. Eftir þingsályktun
1882 tók hann þó að búa kirkjusögu til prentunar, en entist
ekki aldur til að ljúka við nema 22 arkir af forn-kirkjusög-
unni. Vfirleitt var faðir minn mótfallinn því, að hætt væri að
kenna eftir fyrirlestrum á prestaskólanum, svo sem ákveðið
var í reglugerð skólans. Því að aftur og aftur heyrðust raddir
í þá átt — og þær ekki alt af að ástæðulausu — að allar
þessar fyrirlestraskriftir stúdentanna væri mesti tímaþjófur.
Hið eina rétta væri, að nota prentaðar bækur, útlendar, ef
ekki væri kostur á innlendum. En aðalástæðan til þess, að
hann var fremur tregur til að sinna slíkum kröfum var öllu
fremur tillitið til kennaranna en stúdentanna. Hann var hrædd-
ur um, að kenslubóka-notkunin gæti orðið til þess, að kenn-
ararnir legðust í leti og færu að sinna öðrum málum kensl-
unni óviðkomandi, svo að kenslan yrði nærri því hjáverkastarf.
Með fyrirlestra-flutningnum áleit hann að miklu minni hætta
væri á slíku, þar sem samning fyrirlestranna neyddi þá til að
vinna heima og fullkomna þekkingu sína með áframhaldandi
vísinda-iðkunum. Loks áleit hann, að kenslan yrði alt öðru
vísi persónuleg, þegar kent væri eftir fyrirlestrum, sem kenn-
arinn hefði sjálfur samið. Vitanlega er mikið hæft í þessu, en
honum yfirsást, að alveg sama hættan gat stafað af fyrirlestra-
flutningnum, ef kennarinn félli fyrir þeirri freistingu, að láta
sitja við einu sinni samda fyrirlestra sína og léti sér því nægja,
að flytja sömu fyrirlestrana óbreytta ár eftir ár. En hann vildi
ekki vera kennari af því sauðahúsi. — Pétur biskup vildi
árið 1868 fá hann í nefnd þá er skyldi endurskoða sálma-
bókina, en faðir minn færðist undan því með fram af þeirri
ástæðu, að kenslan á skólanum heimtaði allan hans tíma.
Biskup lét þá á sér skilja, að hann vissi vel hve annríkt
prestaskólakennarar ættu, þegar liðið væri fyrsta árið, sem
færi í það að taka saman fyrirlestrana. En faðir minn svar-
aði biskupi á þessa leið: »Eg skal ekkert um það segja.