Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 122
Prestafélagsritið.
Kirkjuþingið í Stokkhólmi.
113
ingu upp að altari drottins. Þar gekk erkibiskupinn í Upp-
sölum við hlið hins áttræða patríarka frá Alexandríu, þar var
erkibiskupinn frá Þýatíra sem fulltrúi patríarkans í Konstantín-
ópel, þar var biskupinn frá Winchester sem fulltrúi erki-
biskupsins frá Kantaraborg, þar var erkibiskupinn í Dublin,
biskupar frá grísku orþodoxu kirkjunni, biskupar sýrlenzku
kirkjunnar, fulltrúar frá Ameríku, Bretaveldi o. fl., o. fl.
Ég gat ekki annað en hugsað um byrjunina í 2. kap.
Postulasögunnar, þar sem talað er um hinar mörgu þjóðir
og hinar mörgu tungur, en jafnframt talað um gjöf heilags
anda, og bæn mín hlaut því að vera nátengd þeim hugsunum.
Sungið var með lofgjörð og krafti: »011 sig kristnin nú
gleðja skal«. Það var auðséð, að mörgum veittist erfitt að
syngja vegna geðshræringar. Hátíð var á heilögum stað.
Mér fanst dýrð drottins fylla helgidóminn, er hinn þróttmikli
lofsöngur »Te deum laudamus« hljómaði um kirkjuna. Nú
steig biskupinn frá Winchester í stólinn. Var prédikun hans
út af orðunum: »Gjörið iðrun, því að himnaríki er nálægt*.
(Matt. 4, 17). Var ræða hans þrungin af alvöru, bent á hin
ýmsu mein, sem þjá heiminn, en einnig bent á, hvar hjálp
og kraft er að fá. Hjálpin fæst hjá ]esú Kristi. Þar er hægt
að öðlast kraft, en vér eignumst ekki kraft, fyr en vér auð-
mýkjum oss og játum, að vér þörfnumst hjálparinnar. Að
ræðunni lokinni var tónað frá altarinu: »Sursum corda« þ. e.
»Hefjum hjörtu vor til himins«. Og því næst sungin sú bæn,
sem ávalt er beðin hér við prestvígslu: »Veni, sancte spiritus!
Kom þú, andinn helgi, hér! Fyll hjörtu þinna trúuðu og
kveik í þeim öllum þinn eigin elskunnar loga, þú sem
í einingu trúarinnar hefir safnað saman öllum þjóðum, er
mæla á hinum mörgu tungum«.
Þá var beðið »Faðir vor« og frá altarinu lýst blessun
drottins. Og að lokum var sungið með hátíðlegum krafti:
»Vor Guð er borg á bjargi traust«.
Ógleymanlegri guðsþjónustu var lokið. Kirkjan tæmdist
smátt og smátt. Gengu fundarmenn úr kirkjunni út í ríkis-
salinn í konungshöllinni. Voru auk fundarmanna margir
8