Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 22
Prestafélagiritið.
Helgi Hálfdánarson.
17
stiftsprófastur og tveir prestar), að alveg gleymdist að færa
til bókar þá athöfn, sem hér fór fram, svo að réttu lagi er
ekki hægt að sanna skjallega, að foreldrar mínir hafi nokkuru
sinni verið gefin saman, ef einhver vildi fara að vefengja það.
En vitanlega bar stiftsprófasti að sjá um, að athöfnin væri
bókfærð, en svo stóð á, að það var ekki gert, að prestlaust
var á Mosfelli þetta sumar og stiftsprófastur hins vegar all-
mikill trassi til færslu embættisbóka sinna og hafði því láðst
að tilkynna þessa hjónavígslu réttum hlutaðeiganda, er prestur
kom í brauðið þá um haustið.
A Kjalarnesi hafði séra Jón Vestmann verið sóknarprestur
um alllangt skeið. Hann var greindur maður og allvel hag-
mæltur (hafði t. a. m. ort heil mikla drápu og ekki ómerki-
lega um Selvog og Strandarkirkju, sem hann hafði þjónað um
mörg ár áður en hann kom í Kjalarnesþing). En fremur var
fornt snið á séra ]óni (sem þá var kominn á níræðisaldur)
og konu hans. Höfðu þau búið í Móum, sem var lénsjörð
Kjalarnesþingaprests. En ekki voru húsakynnin á prestsetrinu
beisnari en svo, að þar var moldargólf í hinum bekkbygðu
húsum. Þar sem nú föður mínum var óljúft að flæma hin
háöldruðu prestshjón frá Móum, og hins vegar ekkert keppi-
kefli ungum prestshjónum, sem bæði voru betra vön, að setj-
ast að í þeim húsakynnum, var það ráð tekið, að þau fengu
iil ábúðar hálfa jörðina Hof og settust þar að. Til að byrja
með voru húsakynnin ein lítil baðstofukitra 6 álnir á lengd.
En um hnustið lét faðir minn smíða stofukríli í tótt öðru-
megin við bæjardyr, 6 álnir á lengd og 5 á breidd, og var
meira að segja settur ofn í eitt hornið. »Þetta þykir nú vera
fallegt hús hér á Kjalarnesi, því að hér er lítið um skraut-
byssingar*, segir faðir minn í bréfi einu um haustið. Sem
geta má nærri, þóttu hin ungu hjón ærið vel byrg að öllum
húsbúnaði, eftir því sem þá gerðist, því að kröfurnar voru
í þann tíð með nokkuð öðrum hætti en nú. En mesta^
undrun vakti þó >h!jómborðið< — það var »fortepiano€ —,
sem móðir mín hafði með sér úr Viðey. Hafði slíkur gripur
aldrei fyrri á Kjalarnesi sést. Var það á sumrin haft í »stof-
2