Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 71
66
Jón Helgason:
Presiafélagsritiö.
banaljár er beittur slær oss,
baettu þrár og himni fær oss.
Þegar litið er á það, hversu faðir minn hefir bæði lagt
meiri vinnu en nokkur annar í sálmabók þessa sem formaður
nefndar þeirrar, sem átti að fjalla um hana, hversu hann hefir
lagt mestan skerf sálma til hennar og bæði með því og starfi
sínu að tilorðningu hennar öllum öðrum fremur orðið til að
móta hana að anda og efni, mætti með réttu kenna þessa
bók við hann, þótti hins vegar megi gera ráð fyrir, að eng-
inn mundi hafa mótmælt slíku harðar en hann. Því að hann
var ekki maður hégómagjarn.
Hinni nýju sálmabók var yfirleitt tekið eins og frekast mátti
búast við, svo ótamt sem mönnum er að skifta um slíkar
bækur, þeim sem sálmelskir eru og hafa lifað sig inn í
ákveðna sálmabók og lært utan að ýmsa sálma hennar. Á því
sviði reynast menn ótrúlega íhaldssamir. Það eitt, að meira
og minna af gömlum kærum vinum úr eldri bókum er látið
hverfa, verður nóg til þess að vekja hjá þeim andúð gegn
hinni nýju. En þess gætti tiltölulega lítið við framkomu þess-
arar bókar, sem bezt má sjá af því hve fljótt hún náði fót-
festu í öllum söfnuðum þessa lands. Hér í Reykjavík var
bókinni — þó ótrúlegt sé — hafnað á safnaðarfundi þá um
haustið, en á því átti að líkindum sök undirróður prentsmiðju-
eiganda og bókaútgefanda eins, sem eignast hafði það, sem
óselt var af bókinni frá 1871 og var hræddur um að
brenna inni með það, ef hin nýja bók kæmist að! En fyrir
öfula framgöngu dómkirkjuprests séra Hallgríms Sveinssonar
var á safnaðarfundi árið eftir samþykt að innleiða bókina hér
í dómkirkjunni. I vikublöðunum var bókarinnar lítið getið, og
svo að sjá sem fæstum blaðaútgefenda væri það ljóst, að
framkoma hinnar nýju sálmabókar væri kirkjulegur viðburður,
sem ætti að geta orðið hinn áhrifaríkasti fyrir íslenzkt safn-
aðarlíf. Eitt blaðið hér í Reykjavík, »Suðri«, hreytti ónotum í
bókina frá Gesti Pálssyni, en það var of auðsætt af hvaða
anda og í hvaða tilgangi þar var skrifað, til þess að mark
væri á því tekið. Aftur lét blaðið »Austri« sér sæma að flytja