Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 90
84
Úr bréfum séra M. A.
Prestafélagsriiið.
þó svartari, en hin svarta hlið í eskatologiu kirkjunnar. Jafnvel
líkamlegar tímanlegar þjáningar geta orðið svo miklar, að
hinn líðandi vildi miklu heldur sofna eilífum draumlausum og
líka þrautalausum svefni, en líða slíkt mjög lengi. En hvers
mundu þeir þá mega óska, sem vissu sig — mig hryllir við
að nefna orðið —? Hefðu þeir ekki gilda ástæðu til að
formæla sínum burðardegi? Eins og negativ stærð er minni
en 0, eins er negativ tilvera, þ. e. tilvera sem er útilokuð frá
öllum sælugeislum án vonar, í sannleika margfalt verri en
engin tilvera, og finst mér því kenning séra ]. um þetta fjar-
stæða, þótt hún sé klædd mjög skáldlegum búningi. Vfir höf-
uð veit ég sannlega ekki, hvernig til getur verið öllu dimmari
lífsskoðun, heldur en sú sem kemur fram hjá honum og hann
þykist byggja á kirkjukenningunni, t. d. í ræðu hans um:
Munu þeir ekki verða fáir er hólpnir verða? — Eg get
ómögulega annað en vortað, vonað, að hinn almáttugi algóði
faðir gefi ekki börn sín upp, heldur hafi nóga vegi til að
leiða þau að takmarkinu, hann, sem hefir alla krafta og alla
eilífðina til umráða. Þar fyrir dettur mér hvorki sú fásinna í
hug, að syndin hafi ekki sína hegning í för með sér, né
heldur að maðurinn geti sæll orðið, meðan hann er vondur.
Nei, ég held það heilagan sannleika, að maðurinn geti ekki
séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist, og því dugar engum
manni að taka þetta mál með léttúð*. . . .
5. Um að breyta útdeilingaraðferðinni við
kvöldmáltíðarnautn.
„Gilsbakka 25. febrúar 1915.
. . . Ekki var nema c. sjötti hver fermdur maður til altaris
í mínu prestakalli árið sem leið, og enn færri í hinum presta-
köllunum. Nú hef eg fengið fulla vissu um það — af sam-
tali við menn einslega, — að ein orsökin til þess, hve fáir eru
til altaris, er sú, að allir eru látnir súpa á sama bikar. Það
vekur hroll og viðbjóð hjá mörgum, eins og nú er komið og