Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 165
156
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
okkar í Nevada City, og mælti: »Þú veizt að hún hafði svo
vondan hósta, en nú er hún heilbrigð og svo falleg, og hún
brosir framan í mig«.
Ég sat þá við rúmstokkinn hennar og hélt hönd hennar í
lófa mínum. Hún leit upp til mín löngunarfullum augum og
sagði: »Elsku mamma, ég vildi að þú gætir séð Alla; hann
stendur við hliðina á þér«. Ósjálfrátt leit ég kring um mig,
en Daisy hélt áfram: »Hann segir þú getir ekki séð sig, af
því að andlegu augun þín eru lokuð, en að ég geti það, af
því að líkami minn haldi anda mínum svo sem á bláþræði*.
Ég spurði þá: »Segir hann það nú?« »]á, einmitt nú«, svar-
aði hún. Ég furðaði mig á því, að hún gæti verið að tala
við bróður sinn, þar sem ég sá alls engin merki samtals, og
spurði því: »Daisy, hvernig talar þú við Alla? Ég heyri þig
ekki segja neitt, né heldur sé ég varir þinar hreyfast*. Hún
svaraði brosandi: »Við tölum bara með hugsuninni*.
Ég spurði hana þá enn fremur: »Daisy, hvernig er Alli,
þegar hann birtist þér? Er hann í fötum?« Hún svaraði:
»Ó-nei, ekki í fötum eins og við erum í. Það virðist vera
eitthvað hvítt, fallegt utan um hann, svo fínt og þunt og glitr-
andi, og svo afskaplega hvítt, og þó er hvergi brot í því né
nokkur saumur á því, svo að það geta ekki verið föt. En það
fer honum svo yndislega vel«.
Að morgni þess dags, er hún andaðist, bað hún mig að
Ijá sér lítinn spegil. Ég hikaði, með því að ég hélt að henni
mundi verða mikið um að sjá, hve mögur hún var orðin í
framan. En pabbi hennar sat við rúmið og mælti: »Lofaðu
henni að líta framan í vesalings litla andlitið, ef hana langar
til þess«. Ég rétti henni því spegilinn. Hún tók hann báðum
höndum, og skoðaði á sér andlitið um stund, róleg og döpur.
Loks mælti hún: »Þessi líkami minn er nær því útslitinn.
Hann er eins og gamli kjóllinn hennar mömmu, sem hangir
þarna í skápnum. Hún notar hann ekki lengur, og ég mun
ekki nota líkama minn lengur, af því að ég á nýjan andleg-
an líkama, sem koma mun í hans stað. Vissulega á ég hann
nú þegar, því að það er með andlegum augum mínum, sem