Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 24
PrestaféiaSsritið. Helgi Hálfdánarson. 19
Halldóru Olafsdóttur í Saurbæ, enda var heimili þeirra eitt
hið langfremsta á Kjalarnesi í þá daga, og á betri annexíu-
bónda áleit faðir minn ekki völ en Runólfi. En faðir minn sá
fram á erfiða afkomu þar á Nesinu og ekki sízt kveið hann
fyrir, að þurfa að flytja að Móum, sem þröngbýlið á Hofi
gerði óumflýjanlegt, ef hann hugsaði til lengri dvalar þar efra.
Þess vegna tók hann því fegins hendi, er stiftsyfirvöldin vet-
urinn 1858 buðu honum Garða á. Alftanesi, þegar séra Arni
stiftsprófastur hafði sótt um lausn, og veittu honum presta-
kallið 15. apríl um vorið »upp á væntanlega staðfestingu kon-
ungs«, sem hann þá og fékk tveim mánuðum síðar. Segir svo
í bréfi (»innstillingu«) biskups til stiftamtmanns: »Um umsækj-
anda þennan verður í öllu tilliti ekki sagt annað en hið bezta;
hann er gáfumaður og mjög vel að sér, sérstaklega vandaður,
prúður, stiltur, reglusamur í öllu sínu framferði og er þar að
auki í áliti sem einhver hinn ágætasti kennimaður og í mjög
miklu afhaldi hjá öllum sínum sóknarbörnum. Ég verð því að
álíta hann mjög svo verðugan til að hljóta hið umbeðna
prestakall*.
Sem lög gera ráð fyrir, fluttust foreldrar mínir suður á
Álftanes í fardögum þá um vorið. Gerðu bændur á Álftanesi
út fjögur skip, til að sækja hinn nýja prest og allan farangur
hans upp á Kjalarnes. Þótt hið nýja embætti væri »betra« en
það er frá var horfið, urðu embættaskiftin föður mínum ekki
til eins mikillar ánægju og hann hafði búist við, því að í and-
legu tilliti reyndust Álftnesingar honum standa langt að baki
Kjalnesingum. Þótt um langt skeið hefði verið þar á Nesinu
miklu fleira af lærðum mönnum, en í nokkurri sveit landsins
annari, sem sé meðan skólinn var á Bessastöðum, þá var
menning alls almennings á ærið lágu stigi og sinnuleysi manna
um andleg efni eftir því. Sá lærði og gáfaði maður Árni
stiptsprófastur Helgason, sem annars hafði svo margt til síns
ágætis og var í mörgu tilliti, þegar hann var upp á sitt bezta,
einn af fremstu nytsemdarmönnum þjóðar vorrar, hafði fremur
lítið gert til kristilegrar lífsglæðingar þar á Nesinu þau 33
ár, sem hann var prestur þar. Hann hafði að vísu þótt and-