Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 109
^restafélagsritið.
Hallgrímsminning.
103
eri, þar sem heilög trúartilbeiðsla fór fram daglega, að minsta
kosti heila kafla ársins*.
Séra Olafur Olafsson segir: >Blessaðar mæðurnar hafa
^ungið þessi dýrðarljóð um drottin bæði glaðar og grátandi
yfir vöggu hverrar kynslóðarinnar eftir aðra. Með Hallgríms-
Ijóð á vörunum hafa þær vafið börnin í mjúkum móðurörm-
um sínum. Þær áttu ekkert helgara eða betra að lesa yfir
saklausum og hjartahreinum smælingjunum sínum. Börnin
lærðu þau á ungum aldri við vinnu sína og dagleg störf;
betra leiðarljós þóttust foreldrarnir ekki geta grfið þeim út í
lífið. — Sjúkir og þjáðir menn hafa lesið þau í harmkvælum
sínum, hryggir menn í raunum sínum. Ðlindir menn hafa
þulið þau í hinu langa myrkri, gamlir hafa glaðst við þau á
ellinnar einmana stundum, deyjandi menn hafa sofnað með
þau á vörunum. Meira að segja, fram til síðustu tíma sá
maður aldrei framliðins manns lík upp til sveita, að ekki
lægju Hallgrímsljóð opin á brjósti þess; og jafnvel eru dæmi
til þess, að sumir af beztu mönnum þjóðarinnar hafa látið
jarða sig með þau á brjósti sér. — Hallgríms ljóð hafa flétt-
ast þannig inn í alt það, sem bezt er, göfugast og Guði lík-
ast, í sálarlífi þjóðarinnar, lífgað hana, glatt og endurnært,
komið henni í nánasta trúarsamband við Guð og Jesú Krist,
kveikt henni ljós á raunatímunum, lyft henni upp yfir hörm-
unga-öldurnar, leitt þjóðina í trú og tilbeiðslu að Jesú krossi
og haldið henni í guðsbarnasambandinu við föðurinn á himnum«.
Þessi ummæli gætu alveg eins verið frá 1926, eins og frá
1914, því að ekki mun ást íslendinga á Hallgrími Péturs-
syni, né aðdáun þeirra fyrir sálmum hans, hafa að neinum
mun minkað á hinum síðustu árum.
Aldrei munu heldur jafnmargir erlendis hafa kynst sálmum
Hallgríms eins og síðustu árin, bæði í enskumælandi lönd-
um og á Norðurlöndum. Er það að þakka Passíusálmaþýð-
ingum Pilcher prófessors í Toronto í Kanada, og þeim góð-
kunnu dönsku prestunum dr. Arne Möller, sem reist hefir
Hallgrími veglegan minnisvarða á Norðurlöndum með hinni
ágætu doktors-ritgerð sinni 1922, og séra Þórði Tomasson, sem