Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 161
152
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið..
Hún þaut upp á herbergi sitt, og nú heyrðist grátur þaðan.
Mamma hennar fór upp í stigann og ætlaði upp til hennar,
til þess að hugga hana. En þá heyrir hún þessi orð: »0,
Guð minn góður, fyrirgefðu mér og styrktu mig, svo að ég
verði ekki reið, þegar ég get ekki fengið að ráða«.
Hún var söngvin og trúrækin að eðlisfari, full ástúðar í
framkomu sinni. Hvert sem foreldrar hennar fluttust, ásetti
hún sér að láta sér þykja vænt um alla nágrannana.
Af sögunum, sem móðirin segir af henni, finst mér þessi
einna fegurst:
Þegar Daisy var 5 ára, lagðist móðir hennar hættulega
veik; hún var jafnvel talin af. Daisy sá, að faðir hennar var
grátandi. Þá sagði hún við hann: »Gráttu ekki, pabbi, ég
skal fara og biðja Guð að láta mömmu batna*. Hún fór inn
í borðstofuna, þar sem hún gat verið ein, kom aftur eftir dá-
litla stund og mælti: »Pabbi, ég hefi beðið góðan Guð að
láta henni batna, og hann ætlar að gera það«. Upp frá þeirri
stundu fór móður hennar að batna. Föðurnum fanst einlægnin
í trú barnsins vera sem ofanígjöf fyrir sig. Þegar hann sagði
seinna frá þessu atviki, mælti hann: »Mér fanst ég varla geta
talið mig kristinn upp við þetta bjarta trúarljós litla barnsins
míns, og ég fann, hve sönn þessi orð ritningarinnar voru,
heimfærð til hennar: »og lítið barn mun ganga á undan
þeim*.1)
Ummæli hennar og tilsvör voru oft skrítin.
Þegar foreldrar hennar áttu heima í Nevada City, þar sem
há fjöll eru umhverfis, sagði hún eitt sinn: »Eg vildi að ég
gæti klifið upp á tind þessa háa fjalls, því að þið segið, að
þar séu engin ský, og þá getur verið að við sæjum englana
horfa niður á okkur«.
Fyrir framan prestsetrið í Nevada City var fallegur blóm-
garður; Daisy þótti gaman að ganga um garðinn og tala við
blómin. Þá átti hún dálitla garðkönnu. Einn dag kom kona
1) Hér er átt við orðin í Jes. 11, 6, sem þýdd eru nokkuð á annan
veg í ensku biblíunni en í hinni íslenzku.