Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 160
Prestafélagsritiö.
Sýnir deyjandi barna.
151
fyrir, er það venjulega ekki nema stutta stund, og fyrir því
flytur það þeim, sem við eru, enga ákveðna þekking á öðr-
um heimi, jafnvel þótt kölluð séu upp nöfn látinna manna og orð
sögð, sem lýsa þeim. Það, sem merkilegt er um sýnir Daisy,
er það, hve óvenju-Iengi þær haldast og hve skýrar opinber-
anir hennar eru, en það mun hafa stafað af þeirri staðreynd,
að henni gafst tími til að venjast þeim undursamlegu hlutum,
sem hún sá og heyrði*.
Bæklingur þessi var allur prentaður upp í tímariti Ameríska
Sálarrannsóknafélagsins árið 1918. Þar hefi ég lesið frásögu
prestsfrúarinnar, og auk þess í tveim merkum enskum bók-
um (annarri prentaðri 1925). Sýnir litlu stúlkunnar höfðu svo
mikil áhrif á föður hennar, að hann tók að lesa alt Nýja-
testamentið á grísku af nýju og athuga kenningar þess um
upprisuna. Eftir 2 ára vandlega íhugun ritaði hann greina-bálk
í aðalmálgagn kirkju sinnar um upprisuna. Voru greinirnar
birtar sem sérstök bók árið 1872 og bókin nefnd »Upprisa
dauðra«. Sýndi hann fram á, að kenning Nýja-testamentisins,
og sérstaklega Páls postula, væri sú, að maðurinn risi upp í
andlegum líkama, en að hinn jarðneski líkami eigi aldrei upp
að rísa.
Þessi ágæti prestur andaðist árið 1894 og var þá sjötugur.
Sýnir dóttur hans liðu honum aldrei úr minni og hann dó
með þá sannfæring í huga, að hann »mundi þegar rísa upp
í andlegum líkama og að það, sem sé dauði í augum vorum, sé
upprisa í augum englanna«.
Móðir. litlu stúlkunnar getur þess í bæklingnum, að hún
hafi alls eigi í bernsku vanist neinum dultrúarhugmyndum né
heyrt talað um andahyggju vorra tíma. Hún var venjulegt
barn, fremur bráðlynd að náttúrufari og gat stundum sýnt
þráa. En hún var fljót að iðrast og reyndi að venja sig af
reiðigirninni. Móðir hennar segir í bæklingnum ýmsar mjög
hugnæmar sögur af henni, þar á meðal þessa:
Eitt sinn tókst Daisy að reiðast ekki heila viku. Var hún
injög glöð út af því. En þá kom það fyrir einn dag, að hún
kom skyndilega inn úr garðinum, blóðrauð út undir eyru.