Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 130
Prestafélagsritið.
Kirkjuþingið í Stokkhólmi.
121
leitumst við að lifa samkvæmt bæninni, þá munu áhrifin koma
í ljós. Eg hefi þá trú, að áhrifin frá kirkjuþinginu muni koma
í ljós á ýmsum stöðum. Á þessu þingi hittust menn, ólíkir í
mörgu, en líkir í þessu eina, að vilja blessun. Þeir töluðu saman
og kyntust. Sjóndeildarhringurinn varð stærri. Ég veit, að Islend-
ingunum, sem á fundinum voru, fanst sem hækkaði undir
loftið hjá þeim og að útsýnið ykist. Oft var spurt um ísland,
og skemtilegt var að fá tækifæri til þess að fræða aðra, en
um fram alt blessunarríkt að fá að fræðast af öðrum. Það
hefir verið sagt frá þessu kirkjuþingi á íslenzku, og á öðrum
málum hafa stórar bækur verið ritaðar. Fyrir framan mig er
auglýsing um bók, 900 blaðsíður að stærð, og er það frásaga
um þingið. Þannig eru áhrifin frá hinu mikla þingi smátt og
smált að berast til safnaðanna víðsvegar um heiminn.
En hvað sem líður áhrifunum, sem munu sjást, þá sást það
á þessu kirkjuþingi, að þar ríkti einingar- og friðarþrá.
Hin svonefnda »friðarklukka« er eitt af hinum sýnilegu
táknum þessa hugarfars. Sú tillaga var samþykt, að fulltrú-
arnir skyldu gefa hver sinn skerf af kopar- og silfurmynt þeirri,
er í gildi væri hjá þeirra þjóð. Ur mynt hinna ýmsu þjóða
skyldi búa til klukku og á hana grafa orðið »bræðralag« á 37
tungumálum. Klukkan er nú geymd hjá erkibiskupi Svía, en
notuð skal hún á einingar og friðarfundum, og þá send til þess
staðar, þar sem fundurinn er haldinn. Mér þykir vænt um,
að íslenzkan sézt á friðarklukkunni.
Það gefur að skilja, að margar kveðjur bárust þinginu.
Man ég eftir einni áhrifamikilli stund, er lesnar voru upp
kveðjur frá þjóðhöfðingjum og öðrum merkum mönnum. Þá
var sýnd gjöf, borðhamar til notkunar við fundarstjórn, búin
til og send frá munaðarlausum drengjum á barnahæli í Naza-
ret. Þá setti marga hljóða. Þeir hugsuðu um einn dreng,
drenginn frá Nazaret. Frá honum voru hinar dýrustu gjafir
komnar. Honum var það einnig að þakka, að þetta kirkju-
Þing var haldið.
Það er svo margs að minnast í sambandi við þetta þing,
svo að ég veit ekki hvað ég hefði helzt átt að nema staðar