Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 57
52
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
finna í sálmabókinni frá 1871, en 400 birtast þar í fyrsta
sinn í íslenzkri sálmabók.
3. Af þessum 250 eldri sálmum hafa
a) 98 verið teknir alveg óbreyttir í hina nýju bók,
b) 18 með smávægilegum breytingum,
c) 8 styttir, en annars að öllu óbreyttir,
d) 62 með verulegum breytingum, þó svo að upphafs-
hendingunni er haldið óbreyttri, en
e) 64 hafa verið fullkomlega endurkveðnir.
4. Af útlendu sálmunum, 242 að tölu, sem þýddir eru í
bókinni, eru: 127 frumkveðnir á dönsku, 11 eru norskir að
uppruna, 8 sænskir, 63 þýzkir, 9 enskir, 8 latneskir og 16,
sem óvíst er um á hvaða máli eru frumkveðnir.
Af frumkveðnu sálmunum íslenzku á Valdimar Briem lang-
flesta eða samtals 106, næstur honum kemur Helgi Hálf-
dánarson með 66, þá Hallgr. Pétursson með 39, þá Björn
Halldórsson með 35, þá Páll Jónsson með 26, Matthías Joch-
umsson með 17 og Stefán Thórarensen með 12.
Af þýddu sálmunum á Helgi Hálfdánarson langflesta eða
alls 145, næstur honum kemur Valdimar Briem með 36,
Stefán Thórarensen með 32, og Matthías Jochumsson með 9.
Af öllum sálmum bókarinnar hafa nefndarmennirnir sjálfir
lagt til alls 491, er skiftast þannig niður á þá sjö: Helgi
Hálfdánarson á 211, Valdimar Ðriem 142, Stefán Thóraren-
sen 44, Björn Halldórsson 36, Matthías Jochumsson 26, Páll
Jónsson 26 og Steingrímur Thorsteinsson 6. Af sálmum ann-
ara höfunda eru flestir sálmar Hallgríms Péturssonar eða
samtals 39.
Eins og tölurnar sýna á faðir minn flesta sálma í bók-
inni eða alls 211 af 650 þ. e. alt að því V3 bókarinnar. En
af þessum sálmum eru sem fyr segir 145 þýddir en 66 frum-
kveðnir. Af þýddu sálmunum er fullur helmingur eða 74
danskir (eftir Kingó 20, Brorson 20, Grundtvig 14, Ingemann
7, Boye 4, Timm 2, Kampmann 2 og 1 eftir hvern þessara:
Hygom, Birg. Boye, Hammerich, Niels Petersen og Johan
Fredriksen), 9 eru norskir, 5 sænskir, 2 latneskir, 2 enskir,