Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 142
Prestafélagsritið. Sunnudagshelgin og heimilin. 133
heilbrigðu blóði þeirrar þjóðar, sem nefnd hefir verið *biblíu-
þjóðin«.
Vér skiljum þetta ef vér gefum því gaum. Vér finnum
hvernig virku dagarnir taka æ meir og meir hverja stund í
þjónustu lífsbaráttunnar.
Vér finnum hvernig erfiðleikarnir verða æ meiri á því, að
foreldrar geti sint börnum sínum og átt með þeim andlegt
samfélag, fyrir skyldustörfunum, sem að oss kalla. Húsfaðirinn
verður víða að vinna mestan daginn utan heimilis síns, og
móðirin er þó einatt enn meiri störfum hlaðin. I kauptúnum
landsins eiga fjöldi heimila jafnvel ekki kost á að vera sam-
an meðan matast er, fyr en á kvöldin, þegar þreytan kallar
til hvíldar. Þar eru vissulega ekki of mörg tækifæri til þess
að heimilið geti átt sameiginlega gleðistund, við samræður og
hinar ótölulegu smálindir ánægju og unaðar, er skapa heim-
ilisástina og binda heimilisböndin á þann hátt, sem þau eiga
að bindast.
Og hve miklu skiftir þá ekki, að eiga einn dag af hverjum
sjö, er sé alger heimilisdagur? Dagur helgaður heimilisrækn-
inni og hinu innra lífi mannsins. Dagur, sem foreldrarnir geta
varið til þess að auka heimilishugnaðinn og búa börnum sín-
um og heimilisfólki saklausar ánægjustundir.
Eg hefi nú á hverju vori séð yndislega sjón. Eg hefi séð
heimilisföður, sem mestan árshringinn stundar atvinnu fjarri
heimili sínu, ganga með konu sinni og börnum, hreinum
og vel búnum, hér út fyrir bæinn, sér til sameiginlegrar
hressingar með ástvinum sínum. Ég hefi lesið innri unaðinn
út úr andlitunum, er þau hafa gengið fram hjá. Og ég hefi
fundið hlýjan straum fara um hugann. Mér hefir fundist jafn-
vel gatan verða bjartari vegna barnsgleðinnar yfir því að nú
er faðirinn loks kominn heim.
En er nú ekki húsfaðir, sem vinnur alla vikuna utan heim-
ilisins, eða við úti-störf, — og er aðeins heima um svefn-
tímann, — í raun og veru að heiman? Er hann ekki litlu
nær heimilinu í andlegum skilningi, en sá sem er úti á sjón-
um? Og má hann þá svifta heimilið og sig sjálfan þeirri