Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 85
80
Úr bréfum séra M. A.
Prestafélagsritið.
21, 11. Mig langaði til að skrifa eitthvað um alla nefndar-
mennina, sýna andlega stefnu þeirra, tala um form og efni
hjá þeim, og taka ótæpt dæmi úr bókinni. En þetta hefði
orðið of langt blaðamál. Mig langaði til að tilgreina mörg
vers hjá þér, en bæði þótti mér vandi að velja, þar sem alt
er »bezt«, og svo þótti mér sálmar ykkar ekki heppilega
settir innan um alt ruslið í blöðunum. Greinin er því styttri
en ég hefði eiginlega viljað, en fulllöng eftir því efni, sem í
hana er tekið, og leitaðist ég þó við, að vera ekki fjölorð-
ari en þurfti um neitt atriði. Þið skáldin megið ekki taka
hart á, þótt hún sé léttvæg. Eg finn það vel sjálfur. En sem
blaðagrein gat ég ekki haft hana betri. Ef ég hefði mátt hafa
hana þrefalt eða fjórfalt lengri, finst mér að ég hefði ýmis-
legt getað sagt nýtilegt. En þá hefði ekkert blað tekið hana.
... Eg hef verið fjölorðari um þig en séra Helga. Þó er ég
hræddur um, að sumum þyki ég hrósa honum meir en vert
er; því ég hefi heyrt suma gera minna úr sálmum hans en
vert er. Eg hefi þó skrifað eins og ég meinti um það, að séra
Helgi yrki í anda eða stefnu Hallgríms Péturssonar meir en
flest önnur sálmaskáld vor, án þess að ég hafi þar fyrir sagt,
að hann sé eins mikið skáld og Hallgrímur, eða líkt því. Að
hinu leytinu má vel vera, að velvildartilfinning sjálfs mín til
séra Helga að einu leyti, og hrakyrði Styrbjarnar að öðru
leyti hafi haft nokkur áhrif á mig; en það er, vona ég, fyrir-
gefanlegt*. . . .
Þess er getið á bls. 44 hér að framan, að séra Magnús
Andrésson átti frumkvæði að skipun sálmabókarnefndarinnar
1878 og átti einnig uppástunguna að því, hverjir voru valdir
í nefndina.
2. Um endurskoðun á handbók presta.
„Gilsbakka 6. október 1891.
. . . Um leið og ég sendi biskupi skýrslu um héraðsfund þann,
sem haldinn var fyrir Mýraprófastsdæmi 1. f. m., mælti ég
fastlega fram með því, að biskup með nokkrum mönnum, er