Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 104
98
Sigurður P. Sívertsen:
Presíafélagsriliö ~
hve fljótir allir í söfnuði þessum hefðu verið að taha til
greina beiðni mína. Eg fór að minnast á þetta við menn og
tjá þeim gleði mína. Þá fékk ég að vita, að þessi fljóta breyt-
ing var mikið að þakka bónda einum þar í sókninni. Hann
hafði sezt upp á söngloft yzt, — en af söngloftinu var mest-
ur umgangurinn, — og aftrað mönnum frá að fara út og
mint þá á beiðni prestsins um kyrð og hljóðleika. — Ef allir
söfnuðir ættu sér sjálfboðaliða líkan þessum merka bónda,
myndi æskileg kyrð og hljóðleiki fljótt ríkja í öllum kirkjum
þ'essa lands.
Þá kem ég að því, sem ég tel undirstöðuatriði til endur-
bóta í þessu efni, og það er bænaruppeldi æskulýðsins.
Kirkjuguðræknin grundvallast á heimilisguðrækninni, en þar
varðar mestu trúarlegt uppeldi barnanna á heimilununn
Hvernig er hægt að ætlast til. að sá maður kunni að tilbiðja
Guð í kirkju, og það í anda og sannleika, sem ekki hefir
lært það í æsku og ef til vill aldrei síðar hefir nógu kröfíug-
lega verið beint inn á þá braut. »Hvað ungur nemur, gamall
temur«, segir máltækið. Sá sem í æsku hefir verið leiddur
inn á braut guðstilbeiðslunnar, hefir alt önnur skilyrði til þess
að kunna að færa Guði lofgerðarfórn, en hinn, sem aldrei
var sem barn leiddur inn á þá braut. Þetta er sem kunnugt
er æfagömul reynsla, eins og sjá má af Orðskviðum Gamla
testamentisins, þar sem vér lesum: »Fræð þú sveininn um
veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun
hann ekki af honum víkja« (22, 6.).
Foreldrum og fræðurum hinnar uppvaxandi kynslóðar er
fengið mikilvægt verkefni, þar sem er trúarlegt uppeldi æsku-
lýðsins, með orðum og eftirdæmi. Mest er þar undir mæðr-
unum komið, þótt aðrir geti líka miklu áorkað. En á mæðr-
unum hvílir þó mest ábyrgðin í þessum efnum, því að það
er gömul og ný reynsla, að mæðurnar geta mótað barnssál-
ina meir en nokkrum öðrum manni er mögulegt.
Efalaust er flestum mæðrum áhugamál að hafa trúarleg
áhrif á börnin sín. En ekki er til þess að ætlast, að móðir,
sem óþroskuð er í trúarefnum, kunni að hafa heilbrigð áhrif á