Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 137
128
Friðrik ]. Rafnar:
Prestafélagsritið.
við því jafnvel, að örðugleikarnir við kristni- og kirkjuhald
séu mjög víða meiri en hér og færra hér af fólki að tiltölu,
sem er kirkju fjandsamlegt, heldur en víðast annarsstaðar. Og
mér er líka nær að halda, að mentun íslenzku prestanna sem
heildar, sé ekki lakari, og frjálslyndi og víðsýni sízt minni en
hjá mörgum öðrum.
Eg kyntist talsvert náið 2 merkum prestum, öðrum frá
Ástralíu, en hinum 'sunnan úr Kapnýlendu. Er annar þeirra í
aðalframkvæmdastjórn »Life and Work«. Þeir töldu íslenzku
prestaköllin lítil. Dr. Mason, sem þjónað hafði sveitaprestakalli
í Ástralíu yfir 20 ár, sagðist hafa þar þriðjungakirkju með
um 300 manna söfnuði, sem lægi 130 kílómetra frá prests-
setri sínu og þangað riði hann til messugjörðar og aukaverka
á asna, líkastan veg eftir lýsingu eins og frá Grindavík og
yfir í Hafnir, eyðimerkursandar og gjár. Við slíkt ættu fjöldi
presta þar að búa.
Sá maðurinn af þeim, sem ég kyntist í ferðinni og lengst
mun minnast fyrir margra hluta sakir, var Georgios, patríarki
í Jerúsalem. Eg kyntist honum fyrst lauslega í Stokkhólmi,
en var síðan svo lánsamur að verða, honum samferða, í sama
járnbrautarvagni, alla leið frá Stokkhólmi til Osló og síðan
til Bergen. Er hann talinn að vera einn af merkustu mönn-
um grísk-katólsku kirkjunnar, þeirra er nú lifa, þó ekki berist
hann mikið á, eða sé mikill fyrir mann að sjá. I Osló pré-
dikaði hann í Jesúkirkjunni um kvöldið lsta september, og
prédikaði á sýrlenzkri mállýsku, sem hann sagði mér síðar,
að væri það lifandi mála, sem næst kæmist máli því, sem
Jesús hefði talað. Að endaðri prédikun blessaði hann á ara-
maisku. Túlkaði skrifari hans ræðuna á ensku, en norsk-
ur prestur aftur á norsku, svo fremur gekk nú seinlega.
Þegar ófriðurinn hófst 1914, sagði hann mér að 1100 þús.
manns hefðu verið í patríarkaumdæmi hans. Nú væru þar
200 þús., hin 900 þús. væru fallin fyrir sverðseggjum í of-
sóknum Tyrkja, dáin úr hungri, tvístruð og seld mansali á
ófriðarárunum, og ástandið austur þar væri svo, að enginn
vesturálfumaður gæti hugsað sér það eins og það væri. Róm-