Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 127
118
Prestafélagsritið.
Bjarni Jónsson:
og bjarga barninu*. í ræðulok sneri hann sér beint til Þjóð-
verjanna og sagði: »Þýzku bræður! Lítið ekki með gremju
á bandalagið. Gangið inn í það og styðjið það. Eg vil enda
með þessum orðum Sófoklesar, og segja þau á því máli,
sem Goethe talaði: »Nicht mitzuhassen — mitzuleben bin
ich da« — þ. e. »ég er hér, ekki til þess að hata ásamt öðr-
um, heldur til þess að lifa með öðrum*.
Allir geta skilið, að þetta var hátíðleg stund.
Á næstu dögum var talað um hið kristna uppeldi, um
fræðslu í almennum skólum og í sunnudagaskólum. Að lok-
um var rætt um samstarf kirknanna, um einingu, bræðralag,
og nefndir voru kosnar til þess að starfa á þeim grundvelli,
sem nú var lagður.
I samræmi við þann anda, sem á þinginu ríkti, var samið
ávarp til almennings, til hinna mörgu þjóða, og hefir það
ávarp verið birt í íslenzkum blöðum og lýsir því hugarfari,
sem stjórnaði orðum og samþyktum á þingi þessu.
Á hverjum degi voru fundir haldnir frá kl. 10—12, 2—4
og 5—7, og að kveldi voru auk þess fluttir fróðlegir fyrir-
lestrar og haldnar guðsþjónustur, þar sem öllum var heimil-
aður aðgangur, meðan rúm leyfði. — Hvern morgun kl. 9lU
var stutt guðsþjónusta haldin með bænagjörð og blessun Iýst.
Hátíðlegt var það, er Photios lýsti — á grísku — hinni post-
ullegu blessun yfir fundarmönnum. Gamli patriarkinn var með
lífi og sál í starfi kirkjuþingsins, hin leiftrandi augu sögðu frá
eldi áhugans inni í sál hans. Þetta var þá einnig síðasti
kirkjufundurinn, sem hann var á, því að á heimleið andaðist
hann skyndilega á gistihúsi í Sviss.
Mér finst, að ég enn heyri óminn af söngnum frá Stokk-
hólmi. Það einkendi þessa fundi, að mikið var sungið. Var
sérstök sálmabók gefin út til afnota á fundinum, heitir sú
bók »Communio«. — Oft hlaut ég að minnast orðanna: Lof-
söngurinn fylti helgidóminn.
í ýmsum kirkjum voru guðsþjónustur haldnar, , t. d. var
daglega haldin guðsþjónusta í Jakobskirkjunni, og lagt út af
bænunum í »Faðir vor«. Sunnudaginn 23. ág. voru guðsþjón-