Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 167
158
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö.
upp báða armana og mælti: »Kondu, Alli«. í sama bili var
hún örend. Faðir hennar lagði því næst elskaðan andaðan
líkama hennar niður á koddann og sagði: »Elskaða barnið
er látið, hún þjáist nú ekki framar. —«
í hverju liggur nú sönnunargildi þessarra og líkra sýna hjá
börnum ?
Enginn getur efað einlægni barnanna. Þau segja frá því,
sem þau sjá eða þeim sýnist. Þau gera sér ekki nokkura
hugmynd um framhaldslíf í öðrum heimi, meðan þau eru t. d.
á 3. eða 4. ári. Þegar þau stækka, heyra þau talað um engla
o. s. frv., eins og oss er kent í trúarbragðafræðslunni. Aðrar
hugmyndir geta þau ekki um þetta haft. — Um áhrif frá
undirvitundinni getur ekki verið að ræða hjá smábörnunum.
Þeir, sem halda mest fram undirvitundinni til skýringar á sál-
rænum fyrirbrigðum, játa samt, að hún muni ekki geyma neitt
í sér, nema það sem einhvern tíma hafi farið um dagvitundina.
Og litlu börnin hafa aldrei heyrt getið um þessa hluti og
gera sér enga hugmynd um þá. En þau geta þekt aftur fólk,
sem þau hafa verið orðin nákunnug. Um litun frá undirvit-
undinni getur því ekki verið að ræða hjá þeim.
En langmerkast er síðasta dæmið, sem ég hefi nú sagt frá.
Þar skýrir barnið frá ýmsu, sem fer algerlega í bága við það,
sem því hafði verið kent og undirvitund þess hlaut að geyma.
Enskur sálarrannsóknamaður segir um þá sögu, að hún hafi
meira sönnunargildi en rannsóknir heimspekinganna og kenn-
ingar guðfræðinganna. Og honum farast svo orð: »Ég öfunda
ekki þann, sem getur lesið söguna af litlu telpunni án þess
að vikna og komist hjá að sjá bæði einlægni móður hennar
og innri sannanirnar fyrir því, að hún sá í raun og veru«.
Sannana-atriðin í frásögu litlu stúlkunnar eru, eins og allir
geta séð, einkum þessi:
1. Andstaðan við vanalegar skoðanir, að englar hafi vængi.
— 2. Hún þekkir bróður sinn. — 3. Hún lýsir börnum, sem
hún hafði ekki þekt hér í lífi. — 4. Hún talar um að þau
séu »vaxin«. — 5. Hún neitar hugmyndunum um »myrka