Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 150
Prestafélagsritiö.
Helgidagavinna og heilbrigði.
141
Helgidagahvíld.
Það, sem nú hefir verið sagt um þreytu, langvinna ofraun
og hvíld, verða menn fyrst og fremst að skilja og íhuga,
þegar þeir vilja gera sér það ljóst, hvort þeir skuli vinna á
helgidögum eða hvílast og hvort verkalýðurinn á að heimta
helgidagahvíld eins og aðra hvíldartíma, sem eru taldir
nauðsynlegir.
Að því athuguðu, sem að ofan getur, er það ljóst, að
ákveðinn hvíldartími er nauðsynlegur og að hann má ekki
vera of stuttur. En þá er spurningin: Er ekki nóg að ætla
fólki hæfilega langan hvíldartíma á hverjum degi, og er þá
nokkur þörf á því, að hafa sérstaka hvíldardaga? Þessi
spurning er mergur þess máls, sem hér um ræðir sérstaklega.
Hvíldartími sá, sem starfsfólki venjulega er ætlaður á
hverjum sólarhring, er síðari hluti dagsins, kvöldið og nóttin.
Nóttin er hinn eðlilegi svefntími, en hinn hluti hvíldartímans
er þá ætlaður til hressingar og endurnæringar í vöku. Þá
liggur næst fyrir að athuga, hvort þessi hvíldartími er einhlítur.
Hér er margs að gæta, því að störf manna eru misjöfn. Sum
vinna er mjög erfið. Þótt starfsfólkið fái fyrirskipaðan hvíldar-
tíma á hverjum degi, þá nægir það ekki til lengdar. Menn
ná sér ekki fyllilega. Um þetta er áður getið í kaflanum
um ofraun. Það liggur í augum uppi, að hvíldardagarnir eru
þessum mönnum hið mesta gagn og nauðsyn.
í annan stað er sum vinna óholl að ýmsu leyti. Henni
fylgir ryk og slæmt loft. Þessir menn hverfa heim til sín að
loknu starfi, og þótt þar sé ef til vill ekki jafnmikið ryk né
eins slæmt loft og í vinnustofunni, þá hafa þeir þess fulla
þörf, að dvelja úti í hreinu lofti. Af ýmsum skiljanlegum á-
stæðum mun það oft farast fyrir, að þessir menn noti kvöld-
stundirnar, eftir vinnutíma, til þess að anda að sér hreinu
lofti úti undir berum himni.
Þetta tækifæri veitir hvíldardagurinn, og þótt sú stund sé
ekki einhlít til þess að halda heilsunni, þá hverfa þessir menn
hressari að starfi sínu að hvíldardeginum loknum.