Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 125
116
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
búningssiarfi, sem unnið hafði verið, til þess að alt gæti farið
skipulega fram. Hefir slíkt verið hið mesta vandaverk, en að
því var gengið með kærleika og áhuga margra sjálfboðaliða.
Fyrirlestrarnir voru margir, og þar gafst mönnum kostur á
að heyra marga af merkustu mönnum kristninnar tala um hin
heilögustu og alvarlegustu mál.
Þó að ég hefði aðeins getað verið fyrsta fundardaginn, þá
ætti ég minningu um áhrif, sem ég gæti ekki gleymt.
Yfir síðdegisfundinum fyrsta daginn var yfirskriftin þessi:
Hvað vill Guð heiminum, og hverjar eru skyldur kirkjunnar,
sem leiða af vilja og fyrirætlun Guðs?
A þessum fundi töluðu ræðumenn frá París, Ohio, Dres-
den, London, Sofia, Dublin og Niðarósi. Þeir voru ólíkir í
mörgu, bæði í skoðun og látbragði. Þar var bjartsýni og al-
vara, þar var áhugi og trú. Bent var á vanrækslusyndir
kirkjunnar, en einnig bent á, að þrátt fyrir alt hið ófullkomna
hjá kirkjunnar mönnum, væntu menn þó einmitt hjálparinnar
þaðan. Þessvegna yrði kirkjan að vera vakandi.
Þar talaði Monod frá Frakklandi, Wishart frá Ohio, og
Ihmels frá Dresden. Sá síðastnefndi hélt áhrifamikla ræðu,
bar sem hann lagði ríka áherzlu á, að guðsríki yrði að byrja
inni í hjörtum mannanna, að vilji Guðs ætti að vera hið ráð-
andi afl í söfnuði hinna trúuðu, og frá áhrifavaldi trúaðra
lærisveina gæti heimurinn öðlast þá hjálp, sem hann þarfnað-
ist, því að hinir trúuðu gætu bent mönnum á þá upp-
sprettu, sem blessunin streymir frá.
Tveir fundardagar voru notaðir til þess að ræða um af-
stöðu kirkjunnar til hinna félagslegu (sociale) og fjárhagslegu
vandamála. Þar var með brennandi alvöru talað um atvinnu-
mál og vinnudeilur, og þau vandræði, sem af þeim leiða.
Til þessa fundar voru fengnir 17 ræðumenn frá ýmsum
löndum.
Talað var um hvað kirkjan hefði ekki gert, en hefði átt að
gera. Flestir voru á einu máli um, að lagfæring fengist ekki
með því, að kirkjan fylgdi ákveðnum flokkum í stjórnmálum
eða atvinnumálum. En aðalatriðið væri, að menn gætu séð,