Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 143
134
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
gleði að vera heima, eða vera með ástvinunum hinn sjöunda
dag? Nei, sunnudagurinn er til þess ætlaður, að þá komi
faðirinn heim!
Og mátt þú ekki vera glaður og Guði þakklátur ef þú átt
tækifæri til þess á hverjum sunnudegi, sem sumir aðrir geta
sakir fjarveru ekki veitt sér, nema fáa daga ársins? Eg veit
að þú hlýtur að finna það. Eða verða hinir fáu heimkomu-
dagar togarahásetans, börnum hans ef til vill dýrmætari og
blessunarríkari fyrir minningalíf þeirra síðar, en allir hinir
mörgu hátíðis- og helgidagar, sem þú gazt komið heim á
sama háíí, en notaðir ekki á þann veg sem skyldi?
Sunnudagurinn er heimilisdagur. Þá eiga ástvinirnir að
njóta unaðarins af að vera saman, þá eiga menn í andlegum
skilningi allir að koma heim. Og verum viss um, að með því
einu móti er oss unt, að halda við og reisa aftur hið þverr-
andi áhrifavald heimilisins, að vér helgum sunnudaginn alger-
lega hinum innri málum heimilisins og styrkjum með því sam-
úð og samgleði ástvinanna.
Eg veit að það getur verið erfitt. Eg veit að sá andi og
sá blær, er þegar er kominn yfir helgidaginn, veldur erfið-
leikum, sem yfirvinnast vart á heilum mannsaldri. En nokkuð
má áleiðis komast. Eitthvað má reisa við.
Oss verður að skiljast, að oss er þetta lífsnauðsyn. Það
er lífsnauðsyn fyrir sjálfa oss, heimilið og þjóðina, ef rétt er
skoðað. Vér verðum að læra það af sunnudagsþjóðinni miklu
og mætu, að heimilið er háborgin, vörnin og vígið hverjum
manni, sem gott heimili á. Og ef vér viljum tryggja börnum
vorum og afkomendum, að þeir eignist sanna og varanlega
heimilisást, þá verðum vér að tryggja heimilinu þann dag,
sem það á, að lögum sjálfs drottins. — Ef vér köstum helgi-
deginum, ef vér látum hann ekki veita oss neina sameigin-
lega helgistund, þá verður það vissulega færra, sem bindur
hugina saman.
Og afleiðingarnar munu koma í ljós, þótt síðar verði, eins
og mein, sem holgrefur, þótt heilt sýnist ofan á. Eg held
ekki að neinn, sem með óblinduðum augum grannskoðar