Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 116
Prestafélagsritið.
Hallgrímsminning.
107
Hvort sat hann fyrr und fjalli hér
við fuglasönginn blíða,
sem heillar þann, er hlusta fer,
svo hugur berst ei víða?
Og undi’ hann sæll um eina stund,
sem einbúinn í sínum lund,
þá ómur kvað frá æðri grund,
þar ár sem stundir líða.
Það veit ég ei, en hans í hlíð
mér hugljúft er að ganga
og kveða með um fjöllin fríð
og fögur blóm, sem anga.
Þar lít ég yfir láð og sæ
í ljóma, sem ég skýrt ei fæ,
og hreinan finn þar blíðheims blæ
mér baða hlýtt um vanga«.
Fyrir skáldinu er Srurbær orðinn »heilagur staður«, vegna
minninganna um Hallgrím, og þar er honum hugljúft að
dvelja. En skvldu þeir ekki vera margir, sem hugsa eitthvað
líkt til staðarins, þar sem Hallgrímur lifði, þar sem hann orkti
fegurstu ljóð sín, þar sem hann þjónaði sem prestur, þar
sem hann átti helgustu stundir lífs síns?
Hvað er þá eðlilegra, en þeir, sem finna til þakkarskuldar-
innar miklu, sem þeir standa í við Hallgrím, taki höndum
saman til þess að reisa honum sem veglegast minnismerki í
Saurbæ?
Hallgrímskirkja í Saurbæ er veglegasta og bezt viðeigandi
minnismerkið, sem unt er að reisa honum. Ætti hún að
standa á sama stað og núverandi kirkja, til þess að mestar
h'kur séu til, að kórinn sé á sama stað og þar sem Hallgrímur
stóð fyrir altari, og prédikunarstóllinn á þeim stað, sem Halh-
Srímur forðum flutti prédikanir sínar. En þessi nýja kirkja ætti
að vera þeim mun stærri en núverandi kirkja, að steinninn yfir
9föf Hallgríms, sem nú er úti fyrir kirkjudyrum, yrði inni í