Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 120
Prestafélagsrifiö.
B. J.: Kirkjuþ. í Stokkhólmi
111
Kristur hefir gert a/t sem þurfti. En vér ekki. Sannleikur-
inn er sá, að vér erum ekki nógu krisfnir. Þessvegna erum
vér ekki eitt. En hjá oss lifir þessi þrá. Það er ekki aðalat-
riðið, að vcr séum eins, það er gott, að um tilbreytingu er
að ræða. En hjá kristnum mönnum á sú þrá að eiga heima,
að þeir, sem játa trú á hinn sama drotfin og frelsara,
séu eitt.
Það er óhæit að segja, að þessi þrá sé orðin sýnileg.
Fundir eru haldnir, bækur ritaðar, ræður fluttar, og það er
talað til fulltrúa hinna ýmsu þjóða, og þessi upphvatning
berst til hinna mörgu: Verum eitt í lífi og í starfi. Þessi
einingarviðleitni hefir því tekið sér einkunnarorðin: Líf og
starf. Eg lít svo á, að það sé vegleg yfirskrift yfir kirkjuþingi.
Fyrir 1600 árum (ár 325) var haldinn hinn fyrsti allsherjar
kirkjufundur í Níkeu í Litlu-Asíu. Sóttu hann á 3. hundrað
biskupar. Þar voru deilumál á sviði trúarinnar útkljáð. Þar
var borin fram og samþykt skýr játning um trú á Jesú sem
drottin og frelsara. Þá má segja, að kristnir menn hafi stefnt
að dyrum hinnar viðurkendu kirkju, hafi frelsast frá ofsókn-
um og fagnað betri dögum. Keisarinn sjálfur hafði kvatt til
þessa fundar, og var það írygging fyrir því, að nú gætu menn
lifað lífi trúarinnar í friði.
Aftur á móti má segja, að nú séu menn að kveðja hina
9óðu, rólegu daga, og horfist nú í augu við óvissuna og hin
margvíslegu sundrungaröfi. En þá er einmitt þörf á hinni
sönnu einingu og djörfung trúarinnar.
Eg lít svo á, að þessar hugsanir hafi ráðið miklu hjá þeim
mönnum, sem unnu að því, að hið niikla allsherjar kirkju-
þing var haldið í Stokkhólmi 19.—30. ágúst 1925.
Margir hinna mætustu manna kristninnar höfðu starfað
nokkur ár að því að undirbúa þing þetta. Var öllum kristnum
^irkjudeildum og flokkum boðin þátttaka, og komu um 550
fulltrúar frá 37 þjóðum. Menn komu frá öllum álfum heims-
ms, en því miður sendi rómversk-kaþólska kirkjan ekki full-
^rúa á þingið. En einkennilegt er um það að hugsa, að á
hinu sama ári komu fulltrúar úr öllum áttum til kirkjuþings