Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 172
Prestaféiagsriiic. Á. G., B. A.i Föstuguðsþjónustur. 163
Hjá bræðaþjóðum vorum á Norðurlöndum er vaknaður
skilningur á þessu. Guðsþjónustum fjölgar, og þess munu jafn-
vel dæmi, að þær séu haldnar daglega, enda þótt í smáþorpi
sé. Er nú verið að leita fyrir sér að fögru og látlausu formi
fyrir guðsþjónustur á virkum dögum, og sumstaðar er það
þegar fundið.
Hér á íslandi verður erfitt að koma þeim oft við, nema í
kaupstöðum og þorpum og á fjölmennum prestsheimilum.
Veldur því strjálbýli og torleiði víða. Þó er óhætt að fullyrða,
að í öllum kirkjum vorum séu haldnar færri guðsþjónustur
en vera ætti. Kirkjurnar minna á Krist, krossinn úti og mynd
hans víðast inni. Þar ætti að vera svo ljúft og tamt að minn-
ast hans, hugleiða orðin hans, biðja hann og festa sér þann
ásetning í hjarta, að vinna áfram að starfi hans. Engin kirkja
er svo fátækleg né svo fámennur söfnuður, að dýrð Guðs geti þá
ekki fylt húsið. En því meira sem sést af þeirri dýrð, því sælla
verður lífið, og þrótturinn vex að sama skapi til þess að inna
hlutverk þess af höndum.
Þeir eru eflaust margir, sem óska þess, að guðsþjónustulíf
þjóðar vorrar verði meira, og vilja vinna að því. Þeim ætlum
við að segja frá guðsþjónustuhaldi á virkum dögum hér í
Eiðakirkju í vetur, ef þeir kynnu að geta haft þess einhver
not. Okkur varð það áskorun um að þegja ekki, sem áhuga-
samur nágrannaprestur sagði nýlega: »Því hafið þið ekki látið
mig vita þetta?«
Við völdum föstutímann. Réð þar hvorttveggja, að hann er
horfinn um of úr hugum fólksins, og ekkert er betra en að
leita að krossi Krists, reyna að fylgja honum í anda í þján-
ingum hans, læra af honum og sækja styrk til hans og frið.
Þá verður einnig páskafögnuðurinn eftir föstuna svo mikill, að
hann varpar ljóma yfir hvern sunnudag upp frá því.
Við urðum að leita nokkuð fyrir okkur, unz við fundum
guðsþjónustuform, sem við vildum halda. Var það á þessa leið:
Inngöngulag, leikið á harmonium.
Einn af söfnuðinum biður bænar.
iPassíuj-sálmur.