Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 74
Prestafélagsritið*
Helgi Hálfdánarson.
69
og varð að láta af embætti, var skipaður forstöðumaður presta-
skólans. En eins og áður er vikið að, bar forstöðumanninum
að kenna trúfræðina í skólanum. Varð faðir minn því að snúa
sér að því verki að semja fyrirlestra yfir trúfræðina, en það
var mikið verk. Auk þess mun það hafa dregið úr honum
með framhaldið af kirkjusöguverkinu, að hann um sama leyti
slepti kirkjusögu-kenslunni við nýjan samverkamann sinn við
skólann, séra Þórhall Bjarnarson, er var ágætur sögumaður.
Þó mun hann hafa ætlað sér að ljúka við sögu fornaldarinnar,
en ætlað svo séra Þórhalli að halda kirkjusöguverkinu áfram
að öðru leyti. En hvorttveggja þetta fórst fyrir, og sá er þetta
skrifar varð til þess að Ijúka við fornkirkjusöguna 2—3 árum
eftir að faðir minn var dáinn.
Eftir lát séra Hannesar Arnasonar, hafði séra Eiríkur
Briem tekið við forspjallsvísindakenslunni, en sú breyting
annars verið gjörð á því embætti, að öðrum kennaranum var
jafnframt gert að skyldu að taka að sér nokkuð af kenslunni
í skýringu nýja testamentisins. Við burtför Sigurðar Melsteðs
frá skólanum 1885 bættist aftur nýr maður í kennaraliðið,
séra Þórhallur Bjarnarson, er skömmu síðar fékk veitingu fyrir
æðra kennaraembættinu. Hugði faðir minn hið bezta til sam-
vinnunnar við þennan gáfaða og fjölhæfa son trygðavinar síns
séra Bjarnar sál. í Laufási, enda má með sönnu segja um þá
báða, séra Þórhall og séra Eirík, að þeir reyndust föður mín-
um svo samvinnuþýðir sem frekast verður á kosið, og átti
hann aldrei öðru að mæta en stakri ástúð í samvinnunni við þá
samverkamenn sína báða. Hið eina, sem föður mínum gat líkað
miður við þá, var það, að honum þótti þeir stundum gefa sig
fullmikið við öðrum og kennslunni óskyldum störfum, en til
grundvallar þeirri skoðun lá ekkert annað en sú ósk hans,
að prestaskólinn og kirkja landsins mætti fá að njóta óskiftra
krafta jafnmikilla hæfileikamanna og þeir voru báðir. Sjálfum
fanst föður mínum hann ekkert geta mist af tíma sínum til
að’Tgefa sig við veraldlegum, opinberum málum, hvorki stjórn-
málum né bæjarmálum. Að vísu hafði hann (á móti vilja sín-
um) eignast sæti á ráðgjafarþingi voru sem vara-þingmaður