Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 191
182
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
um. Hefir hann ritað margt, baeði hávísindalegt, eins og rit þau, sem
getið er [hér að ofan og annað er ritað á þýzku til þess að ná til vís-
indamanna erlendis, — og alþýðlegar og uppbyggilegar bækur og rit-
gerðir. Virðist honum takast hvorttveggja jafnvel, því að ánægja er að
lesa bækur hans, enda hafa þær náð mikilli útbreiðslu. Stærsta rit hans,
og að mörgu leyti hið merkasta, er „Jesu evangelium", sem fyrst kom
út 1916—17, en nú er komið í 2. útg. endurskoðaðri. Þótt bók þessi sé
stærðarrit, 650 bls. í stóru broti, var hún uppseld fyrir nokkru og því
þörf á nýrri útgáfu. Sést af þessu, hve mikið guðfræðingum á Norður-
löndum hefir þótt til bókarinnar koma, enda var hún nýútkomin talin
merkisviðburður í guðfræðibókmentum Norðurlanda. Til íslands hefir rit
þetta einnig náð og munu ýmsir af prestum vorum hafa eignast fyrri út-
gáfuna. Er enginn vafi á því, að bók þessi á erindi til íslenzkra presta,
því að hún fæst við hið háleifa og dýrlega fagnaðarerindi Jesú sjálfs og
leitast við að rannsaka það sem bezt og lýsa því sem skýrast og greini-
Iegast. Einnig lýsir bókin jarðvegi þeim, sem fagnaðarerindið er sprottið
upp úr, Síðgyðingdóminum, skoðunum og áhugamáium, sem þá voru
ríkjandi. Er það bezta leiðin til þess að geta skilið prédikun Krists og
kunna að meta hið frumlega og háleita, sem hún hefir fram að flytja.
Hvaða bækur ættu að vera hverjum presti nauðsynlegri, en slíkar sem
þessi? Prestur, sem hefir áhuga á að flytja söfnuði sínum sannan kristin-
dóm, verður fyrst og fremst að spyrja um, hvað Jesús Kristur sjálfur
hafi kent. >ar er uppsprettan. Hver sú bók, sem gefur jafnágætar leið-
beiningar um prédikun Jesú sjálfs, eins og þessi bók gerir, er prestinum
hið þarfasta hjálparmeðal við ræðugerð. Efnisskrá gefur nægar Ieiðbein-
ingar, svo alt af er hægt að fletta upp og finna það, sem athuga þarf í
hvert skiftið. Hver, sem temur sér að nota sér trúarsögu Nýja testament-
isins til undirbúnings við ræðugerð, mun komast að raun um að þar er
hægt að fá margar góðar bendingar og leiðbeiningar.
„Norsk teologisk tidskrift". — Oslo. Gröndahl & Söns forlag. 1925.
Helztu ritgerðirnar 1 þessum árgangi eru: „Reformationens Plads i
den religiöse Udvikling", eftir biskup Valdemar Ammundsen, „Streiflys
over den nyeste systematiske teologi i Tyskland", eftir prófessor Chr.
Ihlen, „Hvorfor Jesus gjorde undere“, eftir prófessor D. A. Frövig,
„Rom. 7, 14.—25.“, eftir sóknarprest L. Selmer, og „Kyrka och kristen-
dom i Sverige under Sren 1922—24“, eftir prófast E. Berglund.
Bjavne Engelstad: „Livets Iabyrint". — Oslo 1925. Lutherstiftelsens
forlag. — 192 bls.
Þetta er skáldsaga, sem ánægja er að lesa, sem slær á göfugri streng-
ina og vekur til alvöru og umhugsunar.
Sami höfundur hefir nýlega gefið út aðra bók, er hann nefnir: