Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 60
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
55
ekkert tnálamyndar-verk, sem nefndarmenn voru að vinna, er
þeir yfirfóru hvor annars sálma, og hve fjarri þeim var að
hlífa hvor öðrum við »kritik«.
Hér skal og gefið lítið sýnishorn á »kritik« föður míns á
sálmum vinar síns séra V. D.:
„Huer mun örugt hæli fá“. Þessi sálmur er betur kveðinn
en mín tilraun við sama sálm, sem nefndin hafnaði án efa
með réttu. Eg hefði kosið hann heldur undir hinu vanalega
lagi: »Sæti ]esú, sjá oss hér«, því ég er orðinn hræddur við,
hvað nýju lögin eru mörg hjá okkur. Annars er ég í efa um,
hvort svona sálm sé vert að taka. Mér finst hann of gyðing-
legur, lögmálslegur, en þetta er uppruna hans að kenna.
„Drottins raust í þrumum þýtur“ — skáldlegur mjög og
prýðilega orðaður, en líkari andlegri söngvísu en kristilegum
kirkjusálmi, og held eg því tvísýnt hvort hann eigi að takast«.
„Þótt bifist Iand etc.“ — líka mjög skáldlegur og nokkuð
sálmslegri en hinn. Eg vil taka hann. I 2. v. þætti mér betra
eitthvert veglegra orð en »rótast«. í 3. v. þykir mér 5. og 6.
h. miður kveðnar en hitt. Mér kemur í hug í þess stað:
„ei slöðvast náðarstraumur sá,
er streymir drottins hjarta frá“.
„Þú drottinn, Guð minn, alskygn ert“. Þennan sálm er
mjög gott að fá, af því enginn var áður kominn um alskygni
Guðs og af því þessi er svo mæta vel kveðinn. Mér líkar
aðeins ekki »á alla hlið þú ert mig við* í 3. v. og óska því
breytt. í 4. v. stendur: »Þar eins þín hönd mig ávalt mundi
stoða«. Eg er ekki viss um (þótt sumir skilji það svo), að
hér sé í frumsálminum átt við Guðs hjálparhönd, heldur finst
mér sennilegra, að hér sé átt við Guðs stjórnandi hönd (=
eS get ekki slitið mig undan stjórn þinni). Um þennan sálm
kynni nú einn af samnefndarmönnum okkar að segja eins og
hann hefir sagt um sálm eftir mig, að hér séu Guði sagðar
íréttir ,af sjálfum honum. En eg álít, að slík athugasemd eigi
ekki við þegar um lofgjörð Guðs er að ræða eins og hér og
1 mínum sálmi. Því að hrósa Guðs eiginlegleikum og dá-
semdarverkum í viðtali við hann, held eg sé rétt; en ekki