Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 87
Prestafélagsritið.
Úr bréfum séra M. A.
81
hann sjálfur til kveddi, taki handbók presta til rækilegrar
yfirskoðunar, og privatim hef ég — okkar á milli sagt —
bent honum á þig sem einn hinn sjálfkjörnasta í þá nefnd.
í>ú varst minna þektur, þegar ég talaði við Pétur biskup um
menn í sálmabókarnefndina og nefndi þig þar, og það hefir
orðið þér til stórmikils heiðurs og kirkjunni til stórmikillar
uppbyggingar. Eins vona ég að verði, ef þú gengur í nefnd
til að yfirskoða handbókina; vona því að þú skorist ehki
undan kosningu. . . . 1 handbókinni, sem nú er, sýnist mér
1. ýmislegt úrelt og marklaust t. d. orð til guðfeðgina; 2.
ýmislegt smekklítið t. d. í hjónavígslum; 3. of mikil málaleng-
ing og fjölmælgi t. d. í skírnarreglunum, bænum o. fl., og
loksins finst mér víða vera slæmt mál, óíslenzkulegt, mærðar-
fult, flókið eða þvælulegt, eða hvað ég á að kalla það. Á
synodus árið 1881 stakk ég einmitt upp á því að handbókin
væri yfirskoðuð. En það var þá barið niður, en ég ungur og
áræðis-lítill að berjast fyrir því. ;En í rauninni er það ekki
séra Jens, heldur ég, sem hreyfði fyrstur því máli, mér vitan-
lega. — Þegar þú ferð að yfirskoða handbókina, ættuð þið
að taka til íhugunar, hvort ekki væri rétt að gera guðsþjón-
nstuformið dálítið styttra og einfaldara, minka tónið o. s. frv.
Ekki vil ég hafa nema eina textaröð í handbókinni, til þess
tneðal annars að hún verði ekki of stór. En ég álít gott að
hafa aftan við guðspjall hvers helgidags innvitnanir til staða
í biblíunni, sem bending fyrir prestinn, til að taka þá staði
fyrir texta. Prentuðu textarnir sjálfir ættu helzt að vera stuttir
vegna tónsins, ef annars á að tóna þá. í handbókinni ættu að
vera allar reglur fyrir guðsþjónustunni, en nú eru þær í
sálmabókinni*. . . .
3. Um deyfð í kirkju- og kristindómslífi voru.
„ Gilsbakka 4. marz 1889.
• . . Þótt of mikið sé satt í því, sem sagt er um deyfð í
kirkju- og kristindómslífi voru, þá verður þó varla annað
sagt, en að það bregður þó fyrir nokkuð sterkum lífstraum-
6