Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 169
160
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
yður stað, kem ég aftur og mun taka yctor til mín, til þess
að þér séuð og þar sem ég er« (sbr. Lúk. 16, 9).
Drottinn sjálfur hét lærisveinum sínum því, að hann mundi
taka á móti þeim í hinar eilífu tjaldbúðir, er barátta þeirra
og þrautir væru á enda hér í heimi. Hann ætlaði ekki að
gleyma því, að þeir höfðu staðið með honum í þrautum hans
og freistingum. En vafalaust er það misskilningur, er menn
fá út úr þeim orðum, að Jesús taki sjálfur á móti öllum
kristnum mönnum, er þeir deyja.
Þá gerði hann ekki annað í Guðs ósýnilega heimi, og
hjálparlaust mundi hann ekki komast yfir það. Svo margir
kristnir menn deyja stöðuglega á jörðunni. — Nei, hans guð-
dómlegu kröftum er vafalaust fengið æðra viðfangsefni. Enda
hefir hann aldrei sagt neitt slíkt. I fyrirheiti hans er miklu
fremur þetta fólgið: Eins og hann tók á móti þeim, er með
honum höfðu starfað jarðvistartímann og honum því voru
hjartfólgnir með sérstökum hætti, þegar þeir fluttust yfir um,
svo mun og verða tekið á móti oss af þeim, sem oss hafa
unnað og vakað hafa yfir oss frá ósýnilegum heimi. Er það
ekki yndisleg tilhugsun og heilagt trúaratriði?
Getur þér verið nokkur engill yndislegri en löngu horfin
elskuleg móðir eða faðir, eða eiginkona, eða hjartfólgið barn,
sem þú harmaðir mjög, eða æskuvinur, er þú hafðir unnað
af hjarta, en varðst að sjá hverfa út í kaldan dauðann? —
Verður gæzka Guðs eða vísdómur nokkuð minni fyrir það,
þótt alheiminum sé svo fyrir komið, að hann lætur næsta eða
næstu stigin í lífsstiga tilverunnar annast það stigið eða stigin,
sem eru fyrir neðan?
»Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra
þarfir, sem hjálpræði eiga að erfa?«
Nú á tímum þyrstir fólk eftir fræðslu um þessi efni. Mér
finst það standa prestunum næst að afla sér þeirrar þekk-
ingar, sem fáanleg er. Hún veitir mikinn styrk við sálusorgara-
starfið. Um það get ég vitni borið. Ekkert er fegurra í prest-
starfinu en að fá huggað þá, sem hreldir eru og sorgbitnir.