Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 35
30
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
ekki voru því hneigðari fyrir sögu. En bezt mun honum hafa
látið kenslan í kennimannlegri guðfræði, og þar einkum hin
praktiska leiðbeining í ræðugjörð og barnaspurningum; enda
lagði hann mikla áherzlu á hvorttveggja og var engan veginn
mildur dómari eða eftirgefanlegur f þeim efnum. Það fékk
einu sinni einn af lærisveinunum að finna er faðir minn bauð
honum að lesa upp hátt í kenslustund prédikun, sem hann
hafði samið. Þegar stúdentinn hafði lokið lestrinum mælti
kennarinn við hann: »Hvað haldið þér nú, að eg gerði undir
slíkri prédikun í kirkju, X. minn?« Því gat stúdentinn ekki
svarað sem vonlegt var. >Eg færi út!« mælti faðir minn. Við
barnaspurningarnar gat hann líka einatt verið ómjúkur við
lærisveinana, t. a. m. þegar hann tók fram í fyrir þeim með
athugasemd eins og þessari: »Það er ekki til neins að leggja
þær spurningar fyrir börnin, sem þér sjálfur getið ekki
leyst úr«.
Hve Iifandi áhuga faðir minn hafði á kenslustarfinu er m.
a. auðsætt af fyrirlestrum þeim, sem hann samdi handa læri-
sveinum sínum og alt af var að endurbæta og endursemja.
Hefir minst af þessum ritverkum hans verið prentað. — Af
skýringum yfir nýja testamentið eru til í handriti skýringar yfir
Matteusar og Jóhannesar-guðspjöllin og auk þess yfir sam-
stofna-guðspjöllin í einu lagi, sniðnar eftir samskonar skýringu
samstofna-guðspjallanna eftir H. N. Clausen. Enn fremur hefir
hann samið skýringar yfir bréfin til Rómverja og Efesusmanna
og Jóhannesar-bréfin, og stutta inngangsfræði nýja testament-
isins. Kristilega siðfræði eftir lúterskri kenningu samdi hann
tvívegis frá rótum. Er sú eldri til í handriti, en hin yngri var
prentuð að honum látnum og var alllengi notuð við presta-
skólann sem kenslubók í siðfræði. Eldri siðfræðin er, að því
er virðist, aðallega bygð á þýzkri siðfræði eftir Reinhard
(»System der christlichen MoraU), en í hinni yngri eru áhrifin
frá siðfræði Martensens biskups (»Den christelige Ethik«) all-
víða áþreifanleg. Þá eru til í handriti fyrirlestrar hans yfir
hina almennu kirkjusögu, mest megnis sniðnir eftir kenslu-
bókum þeirra Kurtz og Hammerichs. Einnig hefir hann samið