Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 11
6
Jón Helgason:
Vorið 1848 útskrifaðist faðir minn úr skóla með ágætum
vitnisburði kennara sinna, enda þótt hann yrði við það tæki-
færi að eftirláía vini sínum Jóni Þorkelssyni dux-sætið. En
því olli latneski stíllinn, sem varð betri hjá Jóni en föður
mínum. I ágúst þá um sumarið hélt hann svo alfarið frá Isa-
firði, sem nú var orðinn heimkynni föður hans, áleiðis til
Khafnar með skipinu »Þykkvibærinn«, sem um fjölda ára var
í förum milli ísafjarðar og Kaupmannahafnar. Daginn, sem
hann hafði kvatt foreldrahúsin, ritar faðir hans í Minnisbók
sína: »Eg bið þig drottinn minn fyrir hann; vertu hans vernd-
ari á þessari löngu leið, hans leiðtogi í freistingastaðnum,
hans fylgjari á allri lífsleiðinni, svo að hann ekki villist með
heiminum og fyrirfarist með honum. Drottinn, heyr þá bæn«.
Ekki hafði faðir minn fastráðið með sér, hvaða námsgrein
hann ætlaði að leggja fvrir sig, er hann fór að heiman.
Hinn nýstofnaði prestaskóli freistaði hans ekki fremur en
ýmsra annara stúdenta í þá daga, þótt ekkert hefði hann við
það að athuga að gerast guðfræðingur, ef svo vildi verkast.
Þó mun það hafa verið að minsta kosti eins ofarlega í hon-
um að leggja stund á læknisfræði, en það nám gat hann ekki
lagt fyrir sig nema utan færi. En í þá daga munu stúdentar
oftast hafa geymt sér að taka fasta ákvörðun um námsgrein-
ina þangað til lokið höfðu undirbúningsprófunum tveimur,
sem allir stúdentar urðu að leysa af hendi, en í þann undir-
búning fór venjulega fyrsta ár Hafnarverunnar.
í Khöfn tók Þorleifur G. Repp á móti föður mínum og
hefir faðir hans líklega beðið Þorleif um að leiðbeina syni
sínum, en þeir séra Hálfdán og Þorleifur voru kunningjar frá
Hafnarárum afa míns. Fyrstu sjö vikur Hafnarveru sinnar bjó
faðir minn með Jóni Snæbjörnssyni stúdent úti í bæ, í svo-
nefndri Krystallsgötu, en 1. nóv. flutti hann inn á Regensen
og bjó þar alla tíð unz hann hafði lokið embættisprófi sínu
(í jan. 1854). Var Jón Þorkelsson, sambekkingur hans, lengst
af sambýlismaður hans, og bjuggu þeir á 6. gangi nr. 2
og 7; en síðasta dvalarárið skildu þeir að sambýli og fengu