Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 174
Presíaféiagsriíiö. Föstuguðsþjónuslur á virkum d. 165
hér í ritinu. Væri gott til þess að vita,. að söngfólkið teldi sér
skylt að starfa að guðsþjónustunni. Vel æfður söngflokkur ætti
einnig að styðja að almennum safnaðarsöng í kirkjunum, væri
léttara að taka undir lögin, er forustan væri góð, og öllum
auðvitað velkomið að ganga í flokkinn, sem vildu. Þannig
myndi kirkjusöngnum lyft á hærra stig.
Bæn eins manns í nafni safnaðarfólksins við upphaf og
endi guðsþjónustunnar getur orðið til mikillar blessunar og
eflt skilning á því, að allir eigi að taka þátt í guðsþjónust-
unni. En betra er að fella hana burt með öllu heldur en
lesa kórbænina fyrir siðasakir. Þá færi lang bezt á því, að
inngöngulag og útgöngu yrðu í sömu tóntegund og fyrsta og
síðasta sálmalagið.
Föstutónið er tekið úr Jesaja 53., kaflanum um líðandi
þjón Jahve :
Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín,
fyrirlitinn, og vér mátum hann einskis.
En vorar þjáningar voru það, sem hann bar,
og vor harmkvæli, er hann á sig lagði,
en hann særður var vegna vorra synda
og kraminn vegna vorra misgjörða.
Þetta eru óendanlega djúp orð og áhrifamikil, og Ijóð Biblí-
unnar er eðlilegra að tóna en óbundið mál. Tónlagið sjálft
er í rauninni tekið úr »Passion« Grauns: Der Tod Jesu, og er
það harla ólíkt venjulegu tóni. Það er samföst heild, full-
komin að formi og stíl, og leikið undir á hljóðfæri. En sá
leikur leiðir betur í Ijós djúp það, sem í tónlaginu felst og
eykur áhrifin. Stutt millispil fylgir, en því mætti sleppa ef
vildi. Alt efni tónlagsins er bygt á kirkjulegri erfikenningu
og í fullu samræmi við sálmalögin, sem nefnd voru.
Sálmur er ekki sunginn þegar eftir prédikun og Faðir vor,
heldur aðeins leikið lag í tilbeiðsluanda, svo að haldist