Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 79
74
]ón Helgason:
Prestafélagsritiö.
honum ómaksför og ekkert annað. Eftir heimkomuna um
vorið og framundir haust hafði hann fótavist að mestu, þó oft
væri þungt haldinn. En um haustið lagðist hann rúmfastur og
reis ekki úr rekkju upp frá því, og mun honum þá hafa verið
Ijóst orðið hvern enda sjúkdómur hans mundi taka. Bana-
legan varð honum langur og strangur þrautatími, en hann
bar þjáningar sínar svo sem sá, er »veit á hvern hann trúir*.
Kennslustörfunum skiftu þeir með sér þá um haustið, sam-
kennarar hans séra Þórhallur og séra Eiríkur, svo að hann
þyrfti enga áhyggju af því að hafa. Er mér það ekki sízt
kunnugt af orðum séra Þórhalls, hve uppbyggileg og lær-
dómsrík banalega föður míns var, þeim er sóttu hann heim,
en það gerði enginn vandalausra eins oft og séra Þórhallur,
því að hann lét varla líða svo nokkurn dag, að hann ekki
vitjaði hans og sæti hjá honum löngum stundum, hinum sjúka
til mikillar ánægju. Og betur getur enginn lýst þessum síðusta
baráttutíma föður míns, en séra Þórhallur gerði það í fagurri
húskveðju, sem hann flutti á heimili lians greftrunardaginn.
Get eg því ekki neitað mér um að tiifæra hér þann kafla
þessarar ágætu ræðu, sem sérstaklega lýtur að sjálfri bana-
legu föður míns. Þar segir svo:
»Og allra ógleymanlegast verður sjálfum mér tal hans og
sjón hina síðustu mánuði, er hann við návist dauðans opnaði
fjársjóði hjarta síns, fjársjóði trúar, vonar og kærleika. Hugur
hans var allur við hið helga og háa, guðleg fræði, hag vorr-
ar íslenzku kristni og framtíð skólans. Seint í banalegunni
fékk hann heim til sín af bókasafni skólans æfisögu Melank-
tons, og af merkjunum, sem hann á sóttarsænginni gerði í
þeirri bók, hefi eg fyrir augum mér andlegt testamenti vors
kæra kenniföður. Fáum dögum fyrir andlát sitt reit Melank-
ton á miða, sem fanst eftir liann látinn, hugsanir sínar um
dauðann eða orsakirnar til þess, að hann síður hræddist dauð-
ann. Melankton segir þar við sjálfan sig: »Þú víkur burt frá
syndinni, þú frelsast frá mæðusemdunum og æði guðfræðing-
anna, þú kemur í ljósið, þú munt sjá Guð og skoða Guðs
son, þú munt læra hina dásamlegu leyndardóma, sem þú gast