Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 166
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
157
ég sé hina himnesku veröld, meðan líkami minn er enn hér.
Þið leggið líkama minn í gröfina, af því að ég mun eigi
framar þurfa hans við. Hann var gerður fyrir þetta líf, en nú
er lífi mínu hér lokið, og þessi vesalings líkami minn mun
verða lagður til hliðar, og ég mun hafa fagran líkama eins
og líkami Alla er«.
Því næst sagði hún við mig: »Mamma, opnaðu hlerana og
lofaðu mér að líta út og horfa á veröldina síðasta sinn. Að-
ur en næsti morgunn rennur upp, verð ég farin«. Eg hlýddi
ástúðlegri beiðni hennar, og hún sagði við föður sinn: »Reistu
mig upp, pabbi«. Studd af föður sínum leit *hún þá út um
gluggann og kallaði: »Vertu sæll, himinn! Verið þið sæl, tré!
Verið þið sæl, blóm! Vertu sæl, rósin hvíta! Vertu sæl, rósin
rauða! Vertu sæl, fagra veröld!« og loks bætti hún við: »En
hvað mér þykir vænt um það, en mig langar ekki til að
dveljast hér Iengur«.
Þegar klukkan var 8V2 þá um kvöldið, tók hún sjálf eftir,
hve framorðið var, og mælti: »Klukkan er orðin hálfníu;
þegar hún verður orðin hálftólf, kemur Alli að sækja mig«.
Hún hallaðist þá stundina upp að brjósti pabba síns og hvíldi
höfuðið á öxl hans. I þeirri stelling vildi hún helzt vera, af
því að það hvíldi hana. Hún mælti: »Pabbi, hérna vil ég
deyja. Eg skal segja þér til, þegar stundin kemur«.
Lúlú hafði verið að syngja fyrir hana, en af því að hálfníu
var háttatími Lúlúar, þá stóð hún upp og bjóst til að fara.
Hún beygði sig yfir Daisy, kysti hana og sagði: »Góða nótt«.
Daisy rétti upp aðra höndina, strauk henni blíðlega um vanga
systur sinnar og sagði við hana: »Góða nótt«. Þegar Lúlú
var komin upp í miðjan stigann, kallaði Daisy aftur: »Góða
nótt og vertu sæl, elsku-hjartans Lúlú mín!«
Þegar klukkan var nærri því hálftólf, mælti hún: »Taktu
mig nú upp, pabbi; Alli er kominn að sækja mig«. Þegar
faðir hennar hafði tekið hana, bað hún okkur að syngja. Þá
sagði einhver: »KaIIið á Lúlú«. En Daisy svaraði viðstöðu-
laust: »Verið þið ekki að ónáða hana; hún er sofnuð«. Og
jafnskjótt og vísarnir á klukkunni bentu á hálftólf, hóf hún