Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 148
Prestafélagsritið.
Helgidagavinna og heilbrigði.
139
Hvíld.
Þegar þreyttur maður hættir vinnu, þá kemst líkaminn í
samt lag aftur, hafi ekki verið haldið oflengi áfram, Úrgangs-
efnin skolast burt með blóðinu og berast út úr líkamanum,
frumurnar ná sér aftur og verða færar um að starfa á ný.
En eftir ákveðinn tíma þarfnast líkaminn enn frekari hvíldar
og dýpri rósemi, hvort sem áreynslan hefir verið mikil eða
lítil. Sú hvíld fæst í svefninum. Þá hvílist heilinn full-
komlega og þá verða störf líffæranna og efnabreyting líkam-
ans enn þá hægari en þá er maður hvílist í vöku. Blóð-
straumurinn getur þá losað líkamann til hlítar við hin óhollu
úrgangsefni, sem sezt hafa fyrir.
Ofraun.
Það kemur fyrir, að menn verða að halda áfram að vinna
eftir að þreyta hefir gert vart við sig. Ef áreynslunni er haldið
áfram hvíldarlaust, þá kemur sú stund, að vöðvarnir hætta
að starfa, hætta að láta að stjórn viljans, menn gefast upp.
En sé áreynslunni haldið áfram til langframa með hvíldum,
sem að vísu eru nægar til þess að menn gefist ekki upp,
en hins vegar ekki nægar til þess að eyða þreytunni, þá
geta menn þolað það um langan tíma. Þegar til lengdar læt-
ur fara menn samt að bera þess menjar, líkaminn skemmist
af hinni langvinnu ofraun. Breytingar verða í vöðvunum,
truflun á blóðrásinni og þroti á vissum stöðum. Menn finna
til sífeldrar þreytu og stirðleika í vöðvunum og þá verkjar í
þá. Vöðvarnir eru orðnir sjúkir, það er komin í þá vöðvagigt
og lúi.
Snögg og langvinn ofraun getur líka engu síður komið fram
við andlega vinnu. Sú veiklun, sem hún hefir í för með sér,
er engu síður alvarleg en hin, sem verður við líkamlega vinnu.
Þetta er auðskilið þegar þess er gætt, hve mikil áhrif heil-
inn og taugakerfið í heild sinni hefir á allan líkamann. And-
leg ofraun lýsir sér, í fáum orðum sagt, á svipaðan hátt og
augaveiklun svo ngfnd eða taugaslen. S/úklingarnir, sem má