Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 126
Prestafélagsritiö.
Kirkjuþingið í Stokkhólmi.
117
að hjá kirkjunni ætti heima kristileg viðleitni, heilagur vilji,
sem hlyti að hafa áhrif á almenning, gæti gagnsýrt heildina.
Kirkjan á að vera súrdeigið, sem gagnsýrir mjölið. Minna má
hún ekki láta sér nægja.
Á næstu fundum var umræðuefnið: Kirkjan gagnvart hin-
um siðferðilegu og þjóðfélagslegu vandamálum.
í þeim umræðum var talað um heimilislífið, hjúskaparlíf,
barnauppeldi, húsnæði og húsnæðiseklu, æskulíf, skemtanir,
nautnir, freistingar, glæpi. Talað var um líknarstarf, viðreisn
og hjálp.
Á sérstökum fundi var talað um bindindis- og bannmálið.
Lagðar voru fram skýrslur frá hinum ýmsu þjóðum, voru
það skýrslur um bindindisstarfsemi í mörgum löndum. I um-
ræðunum komu fram ýmsar skoðanir, er vörpuðu ljósi yfir
hið mikla mál.
Rauði þráðurinn í umræðunum var sá, að vekja bæri
skilning og kalla á hinn góða vilja, svo að menn, sannfærðir
um blessun góðs málefnis, fylgi góðum lögum og styðji þau.
Mjög áhrifamikill var sá fundur, er talað var um stríð
og frið.
Á þeim fundi var það ljóst, að kirkjan gerir sér miklar
vonir um þjóðbandalagið.
Þessum fundi var fylgt með hinni mestu eftirtekt. Sjaldan
voru eins margir fréttaritarar og blaðamenn viðstaddir eins
og í þetta skifti. Um þetta var mikið ritáð í dagblöðunum í
Stokkhólmi, og af sumum gefið í skyn, að nú hlyti að verða
megn sundrung á fundinum og jafnvel sprenging. Seint verð-
ur hægt að gleyma umræðunum og mönnunum, sem tóku
þátt í þeim.
Forseti kirkjufélagsins þýzka, dr. Kapler, talaði í nafni
Þjóðverja, og var andvígur lofsyrðunum um bandalag þjóð-
anna. En ræða hans var fögur, flutt með djörfung og skilningi.
Þá stóð upp franskur prestur, Gounelle að nafni. Hann
kvaðst vel skilja Þjóðverja, og sagði: »Vér erum heldur ekki
ánægðir. En vér skulum vænta þess, að birti. Bandalag
þjóðanna er eins og barn í vöggu. En það verður að hjálpa