Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 14
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
9
var margt áhrifamanna. Eg efast þá ekki heldur um, að
kirkjuferðir föður míns árin, sem hann var í Khöfn, hafi orðið
næsta áhrifadrjúgar fyrir andlega mótun hans. Einkum voru
þar tveir prestar, sem eg minnist að hafa heyrt föður minn
róma öllum öðrum fremur og þá líka voru uppáhalds-prestar
hans á þessum árum. Þessir prestar voru Caspar Boye við
Garnisonar-kirkjuna og Nicolai Blædel við kirkju Almenna
spítalans, enda fór mikið orð af þeim báðum. En vitanlega
batt hann sig ekki við þá eina, og það því síður sem vafa-
laust var margt góðra kennimanna annara þar í borginni, sem
vert var að hlusta á. Meðal annars prédikaði Martensen pró-
fessor, sem var jafnframt vígður hirðprédikari, jafnaðarlega
í Hallarkirkjunni og að honum var ávalt hin mesta aðsókn,
svo andríkur sem hann þótti sem prédikari. Fyrsti presturinn,
sem faðir minn heyrði prédika í Khöfn, fyrsta sunnudaginn,
sem hann var þar, var sjálfur N. F. S. Grundtvig, sem þá
var prestur við Vartovkirkju. En ekki varð hann hvorki þá
né síðar hrifinn af Grundtvig sem prédikara, eins og honum
alla tíð mun hafa veitt ómögulegt að fallast á hina »kirkjulegu
skoðun.« hans. Aftur á móti þótti honum afarmikið koma til
ýmisra af sálmum hans og ýmsa þeirra þýddi hann síðar á
íslenzku. Einnig heyrði hann Sören Kierkegaard prédika, að
minsta kosti einu sinni, í Kastalakirkjunni, en án þess að
finnast frekar til um frammistöðu þessa andlega stórmennis
í prédikunarstólnum. Vfirleitt mun honum hafa verið líkt farið
og öllum þorra stúdenta í þá daga, að skilja ekki Kierke-
gaard, auk þess sem árásir hans á kirkju og kennidóm þeirra
tíma hafa hlotið að gera ungum prestsefnum erfitt að fá
samúð með þessum annars svo óvenjumikla speking, einum
hinum mesta og sérkennilegasta, sem Danir hafa átt. — Eg
ætla að Nicolai Blædel hafi verið sá danskra kennimanna,
sem faðir minn hafi helzt viljað líkjast og tekið sér til fyrir-
myndar sem prédikari.
Um þessar mundir var Magnús Eiríksson einn af þektustu
Islendingunum í Kaupmannahöfn. Af honum hafði faðir minn
allmikil kynni á Hafnarárum sínum, eins og aðrir landar í þá