Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 134
Prestatéiagsritiö. Fr. ]. R.: Fáeinar endurminningar. 125
flestir hér kannist aðeins við 2, þá Olf. Ricard og Arne
Fjellbu dómkirkjuprest í Niðarósi. Eg gat heyrt til þeirra
beggja, þó þeir töluðu sinn úr hverjum stól, og sagðist báð-
um vel, þó betur væri ræða Fjellbus við mitt skap. Auk
þeirra töluðu 3 sænskir prestar, 1 finskur, 3 amerískir, en um
hina vissi ég ekki. Flestar voru ræður þeirra almenns kristi-
legs efnis, að undantekinni ræðu eins af amerísku prestunum.
Hann talaði aðeins um friðarmálin og verkefni kirkjunnar
sem boðbera friðarins bæði innbyrðis og út á við, í atvinnu-
málum og stjórnmálum. Eg held ég hafi aldrei heyrt mann
koma eins miklu efni frá sér í fáum orðum eins og þessi
prestur gerði; þar var sann-vesturheimsk aðferð, að koma
miklu verki frá, á stuttum tíma, og gera það vel. Ræða hans
var svo einstök í sinni röð, af prédikun að vera, að ég get
ekki stilt mig um að koma hér með nokkur atriði úr henni.
Fyrst talaði hann út frá reynslu allra ófriðarþjóðanna um
hið fjárhagslega og siðferðilega afhroð, sem þær hefðu beðið
hér í Evrópu, en benti jafnframt með rökum á, að í Ameríku
væri ástandið ekki betra, þó að gullstraumurinn hefði allur
runnið þangað og þeir hefðu færri mannslíf mist og komist
á allan hátt betur út af styrjaldarbölinu. Deildi hann síðan
hart á kirkjur ófriðarþjóðanna, hvað þær blátt áfram hefðu
látið nota sig gagnstætt sinni köllun, til þess að æsa úlfúð
milli óvina og með því að blessa vopn og sigra sinnar þjóðar,
hver í sínu lagi. Að síðustu bar hann fram 3 tillögur, sem
hann vildi að kirkjur allra landa tækju sig saman um að
berjast fyrir að yrðu alþjóðalöggjöf, þessar:
1. Engin þjóð má hefja ófrið, nema þjóðaratkvæði sam-
þykki. En um það mál hafi aðeins giftar konur og mæð-
ur kosningarrétt.
2. Herskylda sé framvegis ákveðin á mönnum frá 45 til
60 ára að aldri.
3. Dauðasök liggi við að hækka vöruverð lífsnauðsynja á
ófriðartímum eða græða fé á einn eða annan hátt á ófriði.
Svo var að heyra að almenningi, sem á hlustaði, sennilega
10—15 þús. manns, líkaði ræða þessi og tillögurnar mjög vel.