Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 9
4
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
einskis svo sem míns ógleymanlega líks í þeim helgaða reit.
Ó, mannanna forlög, hversu eru þau undarleg. Eg vék héðan
með mína alla í trausti til hans, sem eg vissi gat varðveitt
líf vort allra og leitt óskaddaða í þann fyrirætlaða stað«. Sér
þess oft vott í Minnisbókinni hve séra Hálfán hefir haft glögt
auga fyrir fegurð náttúrunnar og hve mikilsvert honum hefir
þótt, að landið væri sem fegurst, þar sem hann átti að dvelja.
Þegur hann kemur að Brjámslæk, er honum það þegar ljóst,
að hér muni sér fallegt þykja. Og það reyndist líka svo. Þau
þrettán ár, sem hann dvaldist á Brjámslæk undi hann hag
sínum hið bezta. Nokkurn — og ekki minstan — þátt mun
það þó hafa átt í því, að þar kvæntist hann í annað sinn
haustið 1835. Þessi síðari kona hans var Guðrún Vernharðs-
dóttir, ekkja fyrirrennarans í brauðinu, séra Runólfs Erlends-
sonar, hin ágætasta kona, er reyndist sjúpbörnum sínum »hin
móðurlegasta móðir* til æfiloka. Þannig varð Ðrjámslækur
æskuheimili föður míns, sem hann unni alla daga, enda mundi
bezt. Elztu ljóðin, sem til eru frá hendi föður míns, eru »Við
burtför frá Brjámslæk«, sennilega ort haustið 1847, er hann
fer suður í skóla. Þar segir meðal annars á þessa leið:
Hrygð í brjósti hreyfir sig
hjartað særir tregi,
í lífi máske lít eg þig
Lækur framar eigi.
Fögur er þín fjarðarströnd
fögur eyjan væna
skemtileg þín skógarlönd
með skrautið dala græna.
Grátþögull eg frá þér fer
og fegurð syrgi þína,
en þú brosir eftir mér
og æsir harma mína.
Um fermingaraldur fór faðir minn fyrst að læra undirbún-
ingslærdóm undir skóla. En haustið 1842 var honum til frek-
ari undirbúnings komið fyrir hjá cand. phil. Páli Melsteð