Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 45
Fresíafélagsr ilið -
40 Jón Helgason:
notuð í öllum kirkjum og á öllum kristnum heimilum þessa
lands.
Frá byrjun næstliðinnar aldar hafði, svo sem kunnugt er,
»Hin evangelisk kristilega Messusöngs- og sálmabók« (frá
1801) eða hin svokallaða »Aldamótabók« verið löggilt hér á
landi. Þótt svo ætti að heita sem hún væri verk þeirra Geirs
biskups Vídalíns og Magnúsar konferenzráðs í sameiningu,
þá var það hinn síðarnefndi, sem mestu hafði ráðið um bók-
ina, svo að hún hefir með réttu verið við hann kend. Hún
var þá líka mótuð af þeirri trúmálastefnu, sem hann barðist
fyrir og lagði svo mikið kapp á að innleiða hér á landi,
skynsemistrúar-stefnunni. A þeim trúargrundvelli voru þessir
aldamótasálmar allir bygðir. Þeir voru fremur kraftlitlir og
snauðir að skáldlegum hugsunum og einhvern veginn svo
hver öðrum líkir, að menn skyldu ætla, að sami maðurinn
hefði kveðið þá alla. Og ofan á þetta bættist svo hinir ótelj-
andi rímgallar og hið átakanlegasta hirðuleysi um rétta kveð-
andi, sem einkennir þessa sálmabók. Að hætti samskonar
bóka í öðrum löndum frá sama tíma, voru sálmarnir flestir
um guðlega forsjón, elsku og traust til Guðs og dygðugt líf-
erni. Vmsir af sálmunum voru frumkveðnir af beztu skáldum
kristninnar, en svo farið með þá f hinni íslenzku mynd þeirra,
að hjá hinu skáldlegasta og kröftugasta hafði verið sneitt,
beztu versunum oft verið slept og hinum sérstaklega kristilegu
hugsunum þeirra oft kipt úr þeim. Því gat ekki liðið á löngu
áður en óánægjan yfir bók þessari yrði býsna almenn. Þar
kom þá um síðir, að Helgi biskup Thordersen fékk þá Péíur
prófessor (forstöðumann prestaskólans) og föður minn til sam-
vinnu við sig um að efna til nýs viðbætis við Messusöngs-
bókina. Skyldu þeir velja það, er bezt þætti úr eldri sálma-
verkum í þennan viðbæti og vera sér í útvegum um sálma
um þau efni, sem helzt þótti vanta í Messusöngsbókina, hjá
þeim, sem menn vissu að gæfu sig við sálmakveðskap. En
hvorki mátti breyta neinu í gömlu bókinni sjálfri, né heldur í
þeim gömlu sálmum, sem teknir voru í viðbæti þennan. Mér
er nú ekki kunnugt um, hvernig föður mínum hefir getist að